BREYTA

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem kallast „Standing NATO Maritime Group 1“ að bryggju í Reykjavík. Tilkynnt var að skipin yrðu opin til sýnis almenningi laugardaginn 16. júní og sunnudaginn 17. júní frá klukkan tíu til tvö. Margir hafa undrast þessa tímasetningu, að bjóða upp á skoðunarferðir í erlend herskip á þjóðhátíðardaginn, og þætti kannski tilhlýðilegra að hinir erlendu gestir sýndu þjóðinni þá virðingu að draga sig aðeins í hlé eða í það minnsta að vera ekki að flíka vopnum sínum og hernaðartólum rétt meðan á þjóðhátíðinni stendur. Samtök hernaðarandstæðinga sendu frá sér ályktun þegar þau fréttu af heimsókninni og var sagt frá henni í fjölmiðlum. Jafnframt mætti nokkur hópur úr samtökunum við þýska herskipið FGS Sachsen á Miðbakka gömlu hafnarinnar á hádegi 17. júní með spjöld, fána og dreifibréf og stóð þar í svo sem eina klukkustund. Þetta var ósköp rólegt, slangur af fólki kom í skipið, en langflestir þeirra útlendingar, aðallega verkamenn frá Austur-Evrópu og fáeinar fjölskyldur en einnig ferðamenn sem þótti þetta skemmtilegt myndefni: fáeinir friðarsinnar með mótmælaspjöld við þýskt herskip í höfninni í Reykjavík. Og söngvísir mótmælendur sungu nokkra þýska verkalýðssöngva. Áhugi Íslendinga á erlendum herskipum virðist hafa minnkað talsvert. Flestir tóku mótmælendunum með vinsemd og þáðu dreifibréf þótt fáeinir Íslendingar hafi sett upp munnherkjusvip, einn spurði: „Viljiði heldur herinn hans Björns!“ Fáeinir mótmælendur fóru um borð í skipið með dreifibréf og létu þýsku sjóliðarnir þá afskiptalausa. Um eittleytið var ákveðið að fara inn í Sundahöfn þar sem hin herskipin lágu og var farið að bandaríska skipinu USS Normandy. Þar var enn minni umferð en þó einhver. Mótmælendur stilltu sér upp við hliðið á girðingunni á höfninni en tveir fóru inn. Þar voru þeir stöðvaðir á þeim forsendum að hópur mótmælenda væri kominn á staðinn og væri nú ekki hægt aðsjá hver væri hvað svo að engum væri nú hleypt inn og var hverjum þeim snúið frá sem inn vildi komast. Stuttu seinna kom lögreglubíll og hafði verið kallað í hann frá skipinu. Mótmælendur sögðu lögreglumönnunum hverjir þeir væru og að um friðsamlega mótmælastöðu væri að ræða og tóku lögreglumennirnir því af rósemd en hinkruðu á bryggjusporðinum þar til klukkan var orðin tvö og mótmælendur tygjuðu sig á brott enda lítið við að vera úr því. Texti dreifibréfsins birtist hér að neðan: Vissir þú? - að það var NATO sem formlega stóð að loftárásunum á Júgóslavíu árið 1999. Þessi innrás var gerð án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og því brot á alþjóðlegum lögum og samningum. - að það er innbyggt í skipulag NATO að Bandaríkjamenn hafi með höndum hernaðarlega stjórn þess. - að NATO er sagt eiga að verja lýðræðið en samt var einræðisríkið Portúgal meðal stofnenda þess og Grikkland var í NATO meðan þar var grimmdarleg herforingjastjórn. NATO-ríkið Tyrkland hefur alla tíð beitt Kúrda miskunnarlausri kúgun. - að eftir lok kalda stríðsins hefur NATO þanist út og jafnframt orðið árásargjarnara. - að jafn framt því sem NATO hefur stækkað til austurs hefur það á undanförnum árum farið að starfa utan síns svæðis. - að Bandaríkin nota NATO sem verkfæri eftir innrásir sínar, bæði í Afganistan og í Írak, undir yfirskini friðargæslu eða uppbyggingarstarfs. - að NATO hefur að undanförnu unnið að því að treysta stöðu sína í Miðausturlöndum. NATO tók fyrst upp tengsl við Ísrael árið 1994 og hefur nú er styrkt þessi tengsl mjög. - að ein af röksemdum Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra, gegn tillögum um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum árið 2004 var að það samrýmdist ekki skuldbindingum Íslands gagnvart NATO. - að hinar umdeildu áætlanir Bandaríkjanna um gagneldflaugakerfi eru gerðar með fullu samþykki NATO og eru í raun liður í áætlunum NATO. Þessar áætlanir eru taldar spilla mjög fyrir viðleitni til afvopnunar. - að kjarnorkuvopn hafa alltaf verið og eru enn í vopnabúri NATO með samþykki Íslands þótt Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi lýst þau ólögleg árið 1996. NATO áskilur sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. - að NATO þrýstir á aðildarríki sín í Evrópu að auka útgjöld til hernaðarmála og nýju aðildarríkin skuldbinda sig til að verja a.m.k. 2% af þjóðartekjum sínum til hernaðarútgjalda. - að með útþenslu- og kjarnorkustefnu sinni veldur NATO vaxandi spennu á alþjóðavettvangi. - að með aðild sinni að NATO bera Íslendingar ábyrgð á viðhaldi kjarnorkuvopna, vaxandi spennu í alþjóðamálum og aukinni vígvæðingu.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …