BREYTA

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

natoterror eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir af vettvangi Atlantshafsbandalagsins eru þær að nokkrir af valdamestu hershöfðingjum bandalagsins boða beitingu kjarnorkuvopna til að „uppræta hryðjuverk“. Hershöfðingjarnir ætlast til þess að þessi nýja stefna verði samþykkt á NATO-þingi í apríl. Þar verða fulltrúar íslenskra stjórnvalda, og þar fá Íslendingar tækifæri til að mótmæla stefnu sem þessari. Að vísu hefur NATO aldrei útilokað að beita kjarnorkuvopn að fyrra bragði, þótt þetta sé líklega í fyrsta skipti í áraraðir sem valdamiklir menn innan bandalagsins vilja beinlínis gera það hluta af opinberri stefnu bandalagsins. Réttast væri auðvitað að hin nýja kjarnorkustefna hershöfðingjanna yrði tilefni þess að endurskoða þessa glórulausu afstöðu Atlantshafsbandalagsins. Því miður virtist formaður utanríkisnefndar Alþingis, Bjarni Benediktsson, útiloka slíkt þegar hann var spurður út í það í þinginu. Hann hafði engar áhyggjur af kjarnorkuhvatningu hershöfðingjanna, en tók þess í stað undir áhyggjur hershöfðingjanna af „þeirri ógn sem vestrænum ríkjum stafar af hryðjuverkum, skipulagðri glæpastarfsemi og mögulegri útbreiðslu gereyðingarvopna.“ Ekki er hægt að skilja orð hans öðruvísi en svo að honum finnist ekki útilokað að beita kjarnorkuvopnum í þessum tilgangi. Hvenær ætla sjálfstæðismenn að átta sig á því að helsta ógnin við frið í þessum heimi er ekki hryðjuverk fátækustu þjóða heims heldur gereyðingarvopnin sem nú þegar eru til staðar í okkar eigin vopnabúri á Vesturlöndum? (Frá ritstjóra: Þessar tillögur komu fram í skýrslunni Towards a Grand Strategy for an Uncertain World. Renewing Transatlantic Partnership (pdf-skjal) (bls. 94-98): „Closely linked to proportionality is the principle of damage limitation. This requires looking at actions taken during a crisis or a conflict through the lens of the post-conflict period. The principle gains in importance as military operations are conducted as wars ‘among the people’. To achieve this end, damage done in the area of operations must be as small as possible, yet it must not reduce the chances of quick success, scored as decisively as possible. We are therefore no longer preoccupied with the traditional principle of destruction, which dominated strategic thinking from the early 19th century. The new principle – in line with the progress of technology – is the principle of minimum damage and victory through paralysis, involving the surgical use of all available instruments of power. Simultaneously observing proportionality and damage limitation will become extremely difficult in cases where the use of nuclear weapons must be considered. The first use of nuclear weapons must remain in the quiver of escalation as the ultimate instrument to prevent the use of weapons of mass destruction, in order to avoid truly existential dangers. At first glance, it may appear disproportionate; but taking account of the damage that it might prevent, it could well be proportionate. Despite the immense power of destruction possessed by nuclear weapons, the principle of damage limitation remains valid and must be kept in mind. Indeed, it was one of the principles that governed NATO’s nuclear planning during the Cold War.“ (bls. 94) „Nuclear weapons are the ultimate instrument of an asymmetric response – and at the same time the ultimate tool of escalation. Yet they are also more than an instrument, since they transform the nature of any conflict and widen its scope from the regional to the global. Regrettably, nuclear weapons – and with them the option of first use – are indispensable, since there is simply no realistic prospect of a nuclear-free world. On the contrary, the risk of further proliferation is imminent and, with it, the danger that nuclear war fighting, albeit limited in scope, might become possible. This development must be prevented. It should therefore be kept in mind that technology could produce options that go beyond the traditional role of nuclear weapons in preventing a nuclear armed opponent from using nuclear weapons. In sum, nuclear weapons remain indispensable, and nuclear escalation continues to remain an element of any modern strategy.“ (bls. 96-97) Rétt er að taka það fram að höfundarnir eru ekki lengur starfandi hershöfðingjar. Samkvæmt frétt í breska blaðinu Guardian hafa þeir hins vegar haft samráð við ýmsa starfandi forsvarsmenn. Núna eftir áramótin hefur skýrslan verið lögð fyrir bandaríska varnarmálaráðuneytið og framkvæmdastjóra NATO og verður líklega til umræðu á leiðtogafundi NATO í Búkarest í apríl. Sjá líka t.d.: „NATO must prepare for nuclear first strike, report urges“ Umræður á Alþingi: sjá á vef Alþingis ræðu Steinunnar Þóru Árnadóttur og næstu ræður.)

Færslur

SHA_forsida_top

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal rifjar upp ýmsa þætti úr sögu bandarísku hersetunnar og herstöðvarinnar á Miðnesheiði. …

SHA_forsida_top

Dagskrá næstu daga

Dagskrá næstu daga

Það er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna. Föstudagskvöldið 29. september …

SHA_forsida_top

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart …

SHA_forsida_top

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Frá Hafnarfjarðarkirkju Dr. Rodney Petersen forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar í Boston, Boston theological Institute og dr. Raymond …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO og Ísrael

NATO og Ísrael

Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru …

SHA_forsida_top

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, …

SHA_forsida_top

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Eftirfarandi hugmynd var birt á vefsíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 8. september síðastliðinn: Hugmynd um …

SHA_forsida_top

Snautleg brottför

Snautleg brottför

Á vefritinu Múrnum 11. september fjallaði Ármann Jakobsson um snautlega brottför bandaríska hersins og tilgangsleysi …

SHA_forsida_top

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. …

SHA_forsida_top

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í dag, 11. september: Fréttablaðið, 11. …

SHA_forsida_top

NATO: hernámslið í Afganistan

NATO: hernámslið í Afganistan

Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn …

SHA_forsida_top

Við hvað erum við hrædd?

Við hvað erum við hrædd?

eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 3. september 2006 Þú og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.