BREYTA

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

RNB merkiEin af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi í sífellu, bendir fátt til að sú aukning verði þess valdandi að fleiri sjónarmið heyrist eða að umræðan endurspegli endilega almenn viðhorf í þjóðfélaginu. Maraþonumræður síðustu daga um hermálið eru gott dæmi um þetta. Gríðarlegum tíma er nú varið í að ræða framtíð herstöðvarinnar á Miðnesheiði, en hið ríkjandi sjónarmið í þeirri fjölmiðlaumræðu virðist vera á þá leið að stjórnvöld eigi að leita allra leiða til að tryggja einhvers konar áframhaldandi herstöðvarrekstur með öllum tiltækum ráðum. Þessi viðhorf eru verulega á skjön við þá umræðu sem heyra má hvarvetna annars staðar í þjóðfélaginu. Um fátt er meira rætt manna á milli en tíðindin í herstöðvarmálinu, en í hugum þorra fólks snýst sú umræða ekki um að reyna að hverfa aftur í tímann. Fólk veltir fyrir sér praktískum atriðum varðandi framtíð Keflavíkurflugvallar og mögulegum áhrifum varðandi innanlandsflug. Menn íhuga framtíð Landhelgisgæslunnar og þyrlubjörgunarsveitarinnar. Aðrir spyrja hvernig Bandaríkjamenn eigi að skila af sér landinu, meðal annars með tilliti til mengunarspjalla? Spurningin sem langflestir velta svo vöngum yfir er þessi: hvað tekur nú við – hvernig nýtum við best aðstöðuna á vellinum? Í hugum þorra fólks fela fregnir af yfirvofandi brottför hersins ekki í sér neina krísu. Sú krísa er einungis til í huga tiltölulega fámenns hóps. Illu heilli eru stjórnmálamenn og fréttaskýrendur fjölmennir í þeim hópi. Gjáin sem myndast hefur milli almennings og ráðamanna í þessu máli hlýtur að vera sérstakt áhyggjuefni fyrir þann þjóðfélagshóp sem hefur hvað mestra hagsmuna að gæta, íbúa Suðurnesja. Fyrir Suðurnes gæti brottför hersins falið í sér fjölda tækifæra og orðið uppspretta aukinnar hagsældar. Forsenda þess að svo geti orðið er á hinn bóginn að herstöðinni verði lokað fyrir fullt og allt, að sómasamlega verði að brottflutningnum staðið og að svæðið vertði hreinsað með bestu fáanlegu tækni. Ekkert af þessu er hins vegar á dagskrá íslenskra stjórnvalda. Markmið þeirra virðist vera að breyta herstöðivnni í draugaþorp til að halda í hana að nafninu til. Þar með myndi aðstaðan ekki nýtast á nokkurn hátt, nýsköpun yrði ómöguleg og ekkert færi fyrir hreinsun. Sú staða er nú komin upp í hermálinu að herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn – hvar í flokki sem þeir standa – þurfa að snúa bökum saman. Saman verðum við að berjast gegn öllum hugmyndum um draugaþorp stöðnunar á Miðnesheiði. Krafan um algjöra og tafarlausa lokun herstöðvarinnar er augljóst sameiginlegt baráttumál eins og staðan er nú. Herinn burt! Greinin birtist einnig í Blaðinu mánudaginn 27. mars. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

List, sannleikur og stjórnmál

List, sannleikur og stjórnmál

Ræða Harolds Pinters við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 í Tímariti Máls og menningar …

SHA_forsida_top

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Föstudaginn 24. febrúar verður Safnanótt haldin í miðborg Reykjavíkur í tengslum við Vetrarhátíð borgarinnar. Boðið …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Systa eldar …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Hafin er undirskriftasöfnun og barátta gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran. Í því skyni …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 18. febrúar í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

“Gekk ég yfir sjó og land…” - Frásagnir frá Bamako og Caracas

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

eftir Jan Øberg Jan Øberg, framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research …

SHA_forsida_top

Þingfulltrúar segja frá

Þingfulltrúar segja frá

Fundur með þremur Íslendingum sem sóttu heim alþjóðasamfélagsþingin í Malí og Venesúela fyrr á þessu …

SHA_forsida_top

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

Fyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako …

SHA_forsida_top

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK 2006

Aðalfundur MFÍK 2006

Frá MFÍK Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Opinn fundur miðnefndar SHA í Friðarhúsi um starfið framundan.

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

eftir Jan Øberg Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future …