BREYTA

Hervædd viðbrögð við ebólu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir geysar versti ebólufaraldur sögunnar í Vestur-Afríku og er ekkert sem bendir til þess að hörmungunum linni á næstunni. Samtökin Læknar án landamæra lýstu því yfir í júní að faraldurinn væri orðinn stjórnlaus og kölluðu eftir úrræðum frá alþjóðasamfélaginu til að stemma stigu við vaxandi hættu af hans völdum. Í ágúst tók Aþjóðaheilbrigðismálastofnun loks við sér og lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldsins og núna í september tók alþjóðasamfélagið við sér með nokkuð sérstökum hætti. Þann 18. september síðastliðinn braut Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna blað í sögu sinni með að halda í fyrsta sinn neyðarfund vegna lýðheilsuvandamáls. Einnig var ályktun 2177 samþykkt sem fjallar um viðbrögð við ebólufaraldrinum. Áður hafa einungis tvær heilbrigðistengdar ályktanir farið í gegnum Öryggisráðið (1308 og 1983) sem báðar fjalla um HIV, en þær beina sjónum sínum að friðargæsluliðum hvað það varðar og hvernig þeir skuli forðast smit. Hin nýja ályktun er því sú fyrsta sem gerir lýðheilsumál að öryggismáli og kemur fram á sama tíma og Bandaríkin hafa ákveðið að aðstoða Líberíu með því að senda 3000 hermenn til landsins (en það voru einmitt Bandaríkin sem komu ályktun 2177 á framfæri). Í kjölfar þessa tveggja ákvarðana birtust fjöldi fjölmiðlagreina beggja vegna Atlantshafsins sem stögluðust á því að ebólufaraldurinn væri ógn við öryggi Vestur-Afríku og jafnvel heimsins. Þrátt fyrir að þetta gæti hljómað sem frekar ýktar dómsdagsyfirlýsingar þá er það ekki fjarri lagi að það sem byrjaði sem lýðheilsukrísa gæti jafnframt orðið að pólítískri krísu. Í versta falli gæti ástandið breyst í átök og jafnvel nýjar borgarastyrjaldir, en bæði Líbería og Sierra Leone hafa tiltölulega nýlega gengið í gengum langar og erfiðar borgarastyrjaldir og uppbygging í kjölfar þeirra stendur enn yfir. Löndin glíma því við algeng vandamál sem fylgja borgarastyrjöldum, eins og t.d. í lítið traust til stjórnvalda og öryggisgeirans og ofgnótt af ungum mönnum sem glíma við atvinnuleysi og hafa litla aðra þjálfun en þá að nota vopn. Tilhugsunin um að ætla að kljást við ebólu og borgarastríð á sama tíma er hryllilegri en orð fá lýst og mögulega óvinnandi verk til að takast á við. Það er því mjög skiljanlegt að þjóðir heimsins vilji tryggja að ofbeldi og óeirðir auki ekki frekar á vandann sem fyrir er. Lausnirnar sem nú standa Líberíubúum til boða virðast hinsvegar vafasamar að ýmsu leyti. Það er reyndar ekkert nýtt að bandaríski herinn sem og aðrir herir komi við sögu þegar um neyðarástand er að ræða. Þetta eru stofnanirnar með mannskap sem er reiðubúinn til að fara af stað með stuttum fyrirvara og vinna björgunarstarf undir erfiðum kringumstæðum. Bandaríski herinn tók t.d. virkan þátt í starfi á Haítí eftir jarðskjálftann þar 2010 og stærir sig gjarnan fyrir vel unnin störf. Það hafa þó heyrst gangrýnisraddir um að þar hafi verið of mikil áhersla á vopnaða hermenn í stað borgaralegra starfsmanna hersins. Hér erum við kannski komin að kjarna vandans um viðbrögð við ebólu í Líberíu. Þrátt fyrir að Bandaríkjaher hafi vissulega innan sinna raða heilbrigðisstarfsfólk sem er þjálfað í að hlynna að sjúkum og særðum í erfiðum aðstæðum er það ekki fólkið sem stendur til að senda til Líberíu. Obama hefur svarað gagnrýni á að senda Bandaríkjamenn á ebólusvæði með því að lýsa því yfir að engir af þeim 3000 starfsmönnum hersins sem senda á til Líberíu muni koma nálægt ebólusjúklingum. Herinn á hinsvegar að koma upp fullbúnum 17 sjúkraskýlum, hvert um sig með rúm fyrir 100 manns, sem er svo sannarlega ekki vanþörf á. Til þess að manna skýlin ætlar herinn að þjálfa 500 líberíska heilbrigðisstarfsmenn í eina viku, á hverri viku, í óskilgreindan tíma. Vandinn er að þó að Bandaríkjaher hafi ágætis sérfræðiþekkingu í að sinna sjúkum í erfiðum aðstæðum, þá leggja þeir það ekki í vana sinn að koma þessari kunnáttu áfram til annarra, eins og þeir ætla sér núna, hvað þá á svona stuttum tíma. Það er því spurning hvort þeir hafa yfir höfuð getuna til slíks. Annað vandamál er hvaðan þessir 500 einstaklingar eigi að koma vikulega. Ég óttast að það verði erfitt að finna það fólk. Í Líberíu er afar lágt menntunarstig, það á við um grunnmenntun í heilsugæslu sem og á öðrum sviðum. Jafnframt má gera ráð fyrir að Bandaríkjaher muni þurfa að glíma við sama vandamál og Læknar án landamæra – það er erfitt að finna fólk sem vill umgangast ebólusjúklinga. Svo virðist sem Bandaríkjaher muni koma til Líberíu með allt það sem þarf, nema það sem brýnast er - hjúkrunarfólk. Herinn er svo tilbúinn að vernda stórnvöld í Líberíu fyrir mögulegum óeirðum og átökum en ekki að vinna nægjanlega í því að koma í veg fyrir reiði og hræðslu fólks, það sem mögulega gæti leytt til átaka. Bandaríkjaher er afar heppinn þar sem viðbrögð almennings í Líberíu við komu hans virðast í heildina vera jákvæð. Kannski mun trúin og vonin um að þetta sé tákn um að umheimurinn sé ekki búin að gleyma Vestur-Afríku stemma stigu við óróanum um stund. En það er víst að ef ró á að haldast þarf almenningur fljótlega að sjá árangur af veru hersins. Hvað gerist ef ekki tekst að manna nýju sjúkraskýlin? Eða ef þau verða mönnuð af illa þjálfuðu fólki sem smitast sjálft af ebólu vegna stuttrar og mögulega ófullnægjandi þjálfunar? Ég vona af fullri einlægni að efasemdir mínar um ágæti þessara viðbragða reynist rangar og að koma hersins marki byrjunina á endinum á núverandi ebólufaraldri í Líberíu og Vestur-Afríku allri. Næstu mánuðir munu leiða það í ljós. En hinsvegar ætti það að vera ljóst að fyrir utan sjúkraaðstöðu og –búnað þá er það sem Líbería hefur mesta þörf fyrir núna læknar og hjúkrunarfræðingar, ekki byssur og hermenn. Guðrún Sif Friðriksdóttir (Höfundur er doktorsnemi í mannfræði og vann hjá UN Women í Líberíu 2007-2009)

Færslur

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsráðstefna SHA var haldin 27.-28. nóvember í Friðarhúsi. Á fundinum var kjörin ný miðnefnd samtakanna. …

SHA_forsida_top

Veisla ársins

Veisla ársins

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember. Um er að ræða hið …

SHA_forsida_top

Dagskrá landsfundar SHA

Dagskrá landsfundar SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember. Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, …

SHA_forsida_top

Fundað á Akureyri

Fundað á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Málsverður & setning landsráðstefnu

Málsverður & setning landsráðstefnu

Landsráðstefna SHA verður sett kl. 18 & fjáröflunarmálsverður Friðarhúss hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Föstudagur 27. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Opinn félagsfundur Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK mánudaginn 16.nóvember kl. 19 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Efni …

SHA_forsida_top

Engin sátt um Nató

Engin sátt um Nató

Í íslenskri þjóðfélagsumræðu er oft látið að því liggja að almenn sátt sé um aðild …

SHA_forsida_top

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn sl. fimmtudagskvöld. Góð stemning var á fundinum, þar sem …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um Friðaruppeldi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi verður haldinn í sal Zontaklúbbsins á Akureyri Aðalstræti 54 A, …

SHA_forsida_top

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Ályktun frá SHA: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa miklum vonbrigðum sínum vegna frétta af hugmyndum um stofnun …