BREYTA

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru að sjálfsögðu verk höfunda sinna og þurfa ekki endilega að endurspegla stefnu vefritsins eða Samtaka hernaðarandstæðinga.

Þórarinn Hjartarson birtir allítarlega grein hér á Friðarvefnum með ýmsum dæmum um það hvernig stórveldi, einkum Bandaríkin, hafa í gegnum tíðina réttlætt styrjaldir sínar og freistað þess að afla þeim fylgis með hryðjuverkaógn eða staðhæfingum um að hinn aðilinn hafi verið fyrri til. Dæmin hefðu raunar getað verið miklu fleiri.

Á seinni öldum hefur varla nokkur ríki gengist við því að vera árásaraðili í stríði. Allir stríðsaðilar segjast vera að verja hendur sínar, tryggja öryggi eða rísa upp gegn freklegum ögrunum annarra. Oftar en ekki tekst áróðursmeisturunum að sannfæra sjálfa sig um eigið sakleysi og óskoraða ábyrgð andstæðingsins. Að þessu leyti erum við Þórarinn sammála: heimsvaldasinnar hafa alla tíð reynt að hafa áhrif á almenningsálitið þegar kemur að hernaði. Þeim er það fullljóst að stríðum fylgja blóðugar fórnir og harðar álögur á almenning. Því verður að tryggja þolinmæði borgaranna gagnvart stríðsrekstrinum, sem aftur kallar á að samfélagið fallist á að stríð sé óumflýjanlegt, nauðsynlegt og réttlátt. Hverjir véla um? Ágreiningur okkar Þórarins hefur hins vegar legið í því hver beinn þáttur stjórnvalda sé við framkvæmd eða sviðsetningu þeirra atburða sem notaðir eru til réttlætingar styrjalda og hvert mikilvægi þessa sé í baráttunni fyrir friði og gegn heimsvaldastefnu. Um það höfum við nokkrum sinnum deilt bæði í einkasamskiptum og á opinberum vettvangi. Í grein sinni bendir Þórarinn réttilega á að þáttur stjórnvalda í að „stuðla að“ hryðjuverkum geti verið með ýmsum hætti. Þannig megi hugsa sér að yfirvöld láti undir höfuð leggjast að grípa til varúðarráðstafana gagnvart yfirvofandi ógn eða storki mögulegum ódæðismönnum svo þeir láti fremur til skarar skríða. Í öðrum tilvikum getur eftirlit lögreglu með eintökum hópum beinlínis ýtt undir beinar aðgerðir. Augljós dæmi um þetta tengjast því þegar dulbúnir lögreglumenn hafa laumast í raðir aðgerðasinna, s.s. róttækra dýraverndunarhópa og endað á að verða aðalhvatamenn að beitingu ofbeldis innan hópsins. Ótal dæmi mætti líka tína til um það þegar stórveldin hafa vopnað hópa af ýmsu tagi í von um að deila og drottna eða til að vinna sigur á sameiginlegum óvini, til þess eins að sitja uppi með nýjan og jafnvel harðsnúnari óvin. Ég er sammála Þórarni um að stjórnvöld Natóríkja láti sér lítt annt um sannleikann þegar kemur að því að réttlæta stríð og íhlutanir. Jafnframt er ég þess fullviss að heimsvaldasinnar eigi í skrifborðsskúffu sinni langan lista yfir innrásir og íhlutanir hér og þar um veröldina sem þeir gætu vel hugsað sér að hrinda af stokkunum ef rétta átyllan gæfist. Nægar tylliástæður Ég tel hins vegar að Þórarinn, líkt og margir ágætir félagar í baráttunni gegn stríði, ofmeti stórlega hversu gerandi valdamenn heimsins séu í þessum efnum. Það er nefnilega engin þörf á reykfylltum bakherbergjum þar sem tímasetning og umfang ódæðisverka er ákveðin í smáatriðum. Ef sagan kennir okkur eitthvað, þá er það einmitt að enginn hörgull er á sjálfssprottnum atburðum sem unnt er að blása út og gera að pólitískri réttlætingu fyrir nánast hverju sem er. Þannig vafðist ekki fyrir bandarískum stjórnvöldum að nýta atburðina 11. september til að réttlæta stríðsaðgerðir í bæði Afganistan og Írak, þrátt fyrir að öll opinber gögn tengdu verknaðinn við menn frá Sádi Arabíu. Mætti ekki ætla að sviðsett hryðjuverkaárás hefði reynt að tengja atburðinn við Afganistan og Írak með einhverjum hætti? En skiptir þessi afstöðumunur okkar Þórarins (sem í raun snýst fremur um orðanotkun en megininnihald) máli? Já, segi ég. Að mínu mati fer alltof mikil orka hluta þess fólks sem lætur sig róttæka alþjóðapólitík varða í að eltast við kenningar, (sem jafnvel þótt væru réttar verða aldrei fullsannaðar), um vélabrögð og samsæri stjórnvalda í tengslum við hinar og þessar hryðjuverkaárásir. Auk þeirrar orku sem þar fer til spillis, verður ofuráhersla á samsæriskenningar til þess að jaðarsetja þá hópa sem andæfa ríkjandi orðræðu heimsvaldastefnunnar með því að spyrða þá saman við aðila með ýmiskonar skringikenningar um allt frá földum geimverum í hirslum Bandaríkjastjórnar yfir í skaðsemi bólusetninga. Það dreifir kröftunum, fælir fólk frá baráttunni og það sem mestu skiptir: styrkir ekki sérsaklega málstað okkar hernaðarandstæðinga sem erum á móti stríðum óháð því hvaða blekkingum kann að hafa verið beitt í réttlætingu þeirra. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató! Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna …

SHA_forsida_top

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Í Dagfara síðasta haust var fjallað um viðveru B-2 sprengjuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður

Marsmálsverður

Fjáröflunarmálsverðir SHA eru komnir á fulla ferð eftir Covid-truflanir síðustu missera. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í morgun og gæti …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Fjáröflunarmálsverður SHA er snúinn aftur nú þegar aðstæður leyfa. Miðnefndarmeðlimirnir Þorvaldur og Lóa sjá …

SHA_forsida_top

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Friðvikudagar eru aftur komnir af stað með hækkandi sól. Daglega berast fréttir af …

SHA_forsida_top

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Frá árinu 1980 hafa andstæðingar stríðs og vígbúnaðar efnt til friðargöngu á Þorláksmessu. Þar hefur …

SHA_forsida_top

Bréf til þingheims

Bréf til þingheims

Eftirfarandi bréf var sent á nýkjörna þingmenn í desember til að kynna okkar málstað: …

SHA_forsida_top

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Kæri hernaðarandstæðingur Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú …

SHA_forsida_top

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði …

SHA_forsida_top

Lærdómurinn af Hiroshima

Lærdómurinn af Hiroshima

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8. nóvember þar sem hann veltir því …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Miðnefnd SHA samþykkti í byrjun mánaðar að senda eftirfarandi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið vegna B-2 sprengjuþota …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður snýr aftur

Friðarmálsverður snýr aftur

Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið …

SHA_forsida_top

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn …