BREYTA

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Eftirfarandi grein Gylfa Páls Hersis birtist fyrst í Fréttablaðinu fimmtudaginn 11. september, eftir að hafa beðið birtingar um margra vikna skeið. „Japanir voru reiðubúnir til þess að gefast upp og það var alls ekki nauðsynlegt að ráðast á þá með þessum hræðilega hlut.“ Þessi orð Dwights Eisenhower, þáverandi yfirhershöfðingja og síðar forseta Bandaríkjanna um kjarnorkuárásina á Japan, má lesa í Smithsonian-safninu í Washington, en sýning safnsins um árásina olli miklum deilum í landinu þegar hún var sett upp fyrir tæpum 20 árum. Hægrisinnarnir vildu halda í gömlu, opinberu söguskýringuna.

Það er alkunna að í gegnum tíðina hefur verið reynt að gera ýmsar „söguskýringarnar“ eða réttara sagt pólitískar sögulegar afbakanir að „sögulegum staðreyndum“ – hagræða sannleikanum, sleppa ákveðnum staðreyndum og fela raunverulegan tilgang átaka eða aðgerða. Ég gæti nefnt mörg dæmi og ófá má sjá í sögubókum sem lesnar eru í skólum, eða í fjölmiðlum. Ein þeirra er að kjarnorkusprengjum hafi verið varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar í því skyni að binda enda á seinni heimsstyrjöldina með sem minnstum fórnarkostnaði þar eð innrás í landið hefði kostað hundruð þúsunda mannslífa, er fullyrt. Talið er að þarna hafi a.m.k. 200.000 fallið. Þessi staðhæfing er fjarri raunveruleikanum. Japönsk stjórnvöld voru reiðubúin til uppgjafar tæpum mánuði fyrr, í júlí, með ákveðnum skilmálum þó; nákvæmlega sömu skilmálum og fallist var á við uppgjöf þeirra 14. ágúst. Þetta er sögulega óvefengjanlegt.

Þegar leið að lokum styrjaldarinnar var Japan rjúkandi rúst; iðnaðarframleiðsla hafði nær stöðvast. Japan var innikróað – engin viðskipti voru við önnur lönd; um 90% kaupskipaflotans voru eyðilögð og hin 10% föst við bryggju í Japan. Einungis 10% sjóhersins voru enn nothæf. Í mars varpaði Bandaríkjaher napalmsprengjum á fjórar borgir, Tókýó, Osaka, Kobe og Nagoya. Í Tókýó féllu á einni nóttu 80.000 manns og 1 milljón varð heimilislaus – hver borgin á fætur annarri var nú sprengd í tætlur, þó voru fjórar borgir, þar á meðal Hiroshima og Nagaski, skildar eftir – í bili! 

Höfnuðu skilmálunum
Því var það að Japansstjórn fór fram á það við Sovétríkin, sem stóðu enn utan við Kyrrahafsstríðið, að þau hefðu milligöngu um friðarviðræður við Bandaríkjastjórn. Stalín greindi Truman og Churchill frá þessu á fundi þeirra þriggja í Potsdam 17. júlí – raunar vissi Bandaríkjastjórn þegar af tillögunni 13. júlí, því leyniþjónustan hafði leyst dulmálslykil Japana. Eina skilyrðið sem Japansstjórn setti var um áframhaldandi fullveldi landsins og að Hirohito keisari héldi völdum. Truman og Churchill höfnuðu skilmálunum og kröfðust 26. júlí uppgjafar án nokkurra skilmála. Eftir að sprengjunum var varpað samþykkti Bandaríkjastjórn (14. ágúst) uppgjöf Japana með sömu skilyrðum og áður hafði verið hafnað.

Daginn áður en Stalín lagði fram tillögu Japana fékk Truman skeyti þar sem á stóð: „It‘s a boy!“ Enginn vissi í raun, hvort sprengjan myndi virka fyrr en „velheppnuð“ tilraun hafði verið gerð í New Mexico þann sama dag. Samstundis var flogið með tvær sprengjur í flotastöð við Kyrrahaf, tónninn gagnvart Sovétríkjunum gerbreyttist en ætlunin var að þau hæfu innrásina í Japan. Nú var allt klárt á síðustu stundu fyrir alvöru tilraun þar sem ekki hafði verið gerð loftárás!

Ekki lokabombur
Kjarnorkusprengingarnar á Japan voru ekki lokabombur síðari heimsstyrjaldarinnar, þær mörkuðu miklu fremur upphafsskot kalda stríðsins gegn Sovétríkjunum. Þær voru sprengdar í tilraunaskyni og til þess að sýna Sovétríkjunum og öðrum þjóðum að öflugt drápstæki hafði verið þróað og framleitt og eins að Bandaríkin hefðu fullan hug á að beita þessu vopni þegar þurfi þætti. Bandaríkjastjórn hófst þegar handa við að búa til lista yfir 20 mikilvægustu staðina í Sovétríkjunum til kjarnorkuárása. Kjarnorkuvopn hafa gegnt lykilhlutverki í hótunum Bandaríkjastjórnar gagnvart alþýðu í öllum heimshlutum síðustu ártugina – m.a. þjóðum sem hafa risið upp gegn hagsmunum fámennrar ráðastéttar í landinu. 

Truman hótaði að beita kjarnorkuvopnum gegn Sovétríkjunum þegar árið 1946. Eisenhower endurtók leikinn gagnvart Kína og Sovétríkjunum í tímum Kóreustríðsins. Eftir sögulegan ósigur Frakka við Dien Bien Phu árið 1954 í frelsisstríði Víetnama velti Eisenhower því alvarlega fyrir sér að nota kjarnorkuvopn. Hann hótaði líka að beita þeim gegn Sovétríkjunum 1956 ef þau kæmu Egyptalandi til aðstoðar í kjölfar innrásar Breta, Frakka og Ísraels í landið – sama ógnun var viðhöfð í deilunni um stöðu Berlínar 1959. Kennedy hótaði að gera kjarnorkuárás á Kúbu 1962 ef sovéskar eldaflaugar yrðu ekki fluttar brott af eyjunni. Í viðtali við tímaritið Time viðurkenndi Nixon að hafa íhugað að beita kjarnorkuvopnum m.a. árið 1969 gegn Norður-Víetnam, 1971 gegn Kína og 1973 gegn Sovétríkjunum í stríði Egypta og Ísraels. 

Bandaríkjastjórn vill ákveða hvaða þjóðir eru nógu fínar til þess að eiga kjarnorkuvopn og hverjar ekki. Ísrael sem þessa daga fremur fjöldamorð á saklausu fólki í Palestínu ræður yfir kjarnorkuvopnum, þótt stjórnvöld vilji ekki viðurkenna það – það finnst stjórnvöldum í Bandaríkjunum í góðu lagi. Gylfi Páll Hersir

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …