BREYTA

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann dag í dag er dauðinn að þvælast fyrir sólinni. Hann ber himininn sér í hag og heldur því fram af fullkomnu siðleysi að þetta hafi þurft að gerast. Hann skilar sínu klukkan átta fimmtán, fjörutíu og fimm og segir ennþá okkur hinum að þetta hafi nú lokið heimstyrjöld. Að þetta hafi þurft að gerast. Og án þess að blikna, segir hann okkur að við gætum alveg búist við sömu útreið. Og alveg pollrólegur og búinn að missa af öllu sem skiptir máli missir hann af þvi þegar við spyrjum okkur, búin að finna sólina hvort þetta hafi þurft að gerast. Sigurður Ingólfsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …