Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst n.k.
Á Akureyri verður athöfnin við Minjasafnstjörnina á Akureyri kl. 22. Ávarp flytur Taeko Osioka frá Hirosima sem er kennari og virkur friðarsinni þar í borg.
Gleymum aldrei fórnarlömbum sprengjanna fyrir 68 árum. Mótmælum jafnframt þeim hernaðaryfirgangi stórvelda sem enn viðgengst. Flotkerti fást á staðnum. Samstarfshópur um frið stendur að fleytingunni.

Velkomin á fridur.is Vefur Samtaka hernaðarandstæðinga Samtök hernaðarandstæðinga | Njálsgötu 87, 101 …












