BREYTA

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki veitt af stærra húsnæði. Á samkomunni voru sýndar tvær kvikmyndir sem sjaldan hafa komið fyrir almenningsaugu. Annars vegar var um að ræða fréttamynd sem tekin var á Austurvelli daginn örlagaríka og sýnir glögglega atburðarásina og átökin sem þar brutust út. Hin myndin var sömuleiðis tekin á Austurvelli, en fjörutíu árum síðar. Nefnist hún Nafnakall á Austurvelli og sýnir sviðsetningu fjölmargra landskunnra leikara á atkvæðagreiðslunni um NATO-inngönguna á Alþingi og umræður um hana. Sviðsetning þessi var á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga á Menningardögum SHA vorið 1989. 57 ár eru liðin frá þessum atburðum. Talsmenn inngöngunnar höfðu þá hátt um að aldrei skyldu vera hér herstöðvar á friðartímum. Hafi einhvern tíma verið friðartímar hér í þessum heimshluta, þá er það nú. Samt eru eftirmenn þeirra sem sátu við stjórnvölinn fyrir 57 árum vælandi yfir því að Bandaríkjastjórn vill kalla herliðið burtu. En það er löngu tímabært að það fari, og ekki aðeins það, heldur að herstöðin verði lögð niður og herstöðvasamningnum sagt upp. Og síðast en ekki síst að ákvörðunin sem Alþingi tók fyrir 57 árum gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar verði afturkölluð. ÍSLAND ÚR NATÓ!

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …