BREYTA

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki veitt af stærra húsnæði. Á samkomunni voru sýndar tvær kvikmyndir sem sjaldan hafa komið fyrir almenningsaugu. Annars vegar var um að ræða fréttamynd sem tekin var á Austurvelli daginn örlagaríka og sýnir glögglega atburðarásina og átökin sem þar brutust út. Hin myndin var sömuleiðis tekin á Austurvelli, en fjörutíu árum síðar. Nefnist hún Nafnakall á Austurvelli og sýnir sviðsetningu fjölmargra landskunnra leikara á atkvæðagreiðslunni um NATO-inngönguna á Alþingi og umræður um hana. Sviðsetning þessi var á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga á Menningardögum SHA vorið 1989. 57 ár eru liðin frá þessum atburðum. Talsmenn inngöngunnar höfðu þá hátt um að aldrei skyldu vera hér herstöðvar á friðartímum. Hafi einhvern tíma verið friðartímar hér í þessum heimshluta, þá er það nú. Samt eru eftirmenn þeirra sem sátu við stjórnvölinn fyrir 57 árum vælandi yfir því að Bandaríkjastjórn vill kalla herliðið burtu. En það er löngu tímabært að það fari, og ekki aðeins það, heldur að herstöðin verði lögð niður og herstöðvasamningnum sagt upp. Og síðast en ekki síst að ákvörðunin sem Alþingi tók fyrir 57 árum gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar verði afturkölluð. ÍSLAND ÚR NATÓ!

Færslur

SHA_forsida_top

Raunir lygarans

Raunir lygarans

Munið samkomuna í Austurbæ mánudagskvöldið 19. mars! * * * Grein þessi birtist í Dagfara, …

SHA_forsida_top

Gegn stríðinu í Írak: Munið fundinn í Austurbæ mánudaginn 19. mars kl. 20

Gegn stríðinu í Írak: Munið fundinn í Austurbæ mánudaginn 19. mars kl. 20

Sjá dagskrá Næstkomandi þriðjudag, 20. maí, verða liðin fjögur ár frá innrásinni í Írak, …

SHA_forsida_top

Eina leiðin til friðar er að Bandaríkin hverfi frá Írak

Eina leiðin til friðar er að Bandaríkin hverfi frá Írak

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 17. mars 2007 Eina hugsanlega leiðin …

SHA_forsida_top

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, …

SHA_forsida_top

Fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14 og í Austurbæ í Reykjavík mánudaginn 19. mars kl. 20

Fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14 og í Austurbæ í Reykjavík mánudaginn 19. mars kl. 20

Sjá nánar um báða fundina hér að neðan. Fundurinn á Akureyri laugardaginn 17. …

SHA_forsida_top

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í mars. Að þessu sinni verður …

SHA_forsida_top

Og þá voru eftir sjö...

Og þá voru eftir sjö...

Á dögunum bárust þær gleðilegu fregnir að sveitarstjórnin í Garði hafi samþykkt friðlýsingu sveitarfélagsins fyrir …

SHA_forsida_top

Bandalag hinna staðföstu stríðsandstæðinga

Bandalag hinna staðföstu stríðsandstæðinga

Senn eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak …

SHA_forsida_top

Fróðleg mynd

Fróðleg mynd

Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í marsmánuði. Sýndar verða vandaðar heimildarmyndir …

SHA_forsida_top

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga stofnuð

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga stofnuð

Á ráðstefnu í Quito í Ekvador 5.-9. mars var stofnað alþjóðlegt bandalag til baráttu gegn …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Munið fundinn í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan fimm

8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Munið fundinn í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan fimm

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó á þriðjudegi

Róttæklingabíó á þriðjudegi

Alla þriðjudaga í febrúar standa SHA og bókasafnið Andspyrna fyrir sýningum á heimildarmyndum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Næstu þriðjudaga munu SHA og róttæka bókasafnið Andspyrna standa fyrir kvikmyndasýningum í Friðarhúsi á þriðjudögum. …