BREYTA

Húsin á heiðinni

thorleifurfridriksson Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi á Suðurnesjum og nýtingu mannvirkja eftir brottför hersins má finna á vefsíðunni ////herinnognato/brottfor. Með brottför hersins af Miðnesheiði hafa opnast möguleikar sem gætu orðið þjóðinni farsælli en álver í hverjum firði, virkjun fallvatna og jarðvarma. Flestir virðast sammála um að það væri fjarstæða að setja blokkaríbúðir á heiðinni á frjálsan markað. Um það er ekki efast hér. En hvað þá? Sjálfsagt er að hefjast handa og virkja hugmyndaflug landsmanna, koma á samkeppni um raunhæfar og rökstuddar hugmyndir um hyggilega nýtingu mannvirkja sem standa auð og ónotuð. Ég legg til að athugað verði hvort hyggilegt og gerlegt sé að koma á fót fjölþjóðlegri rannsóknarstöð um jarðfræði, hafstrauma og sjávarlíffræði, sem jafnframt gæti nýst til eftirlits á, í og yfir hafinu umhverfis landið. Þegar munu vera til vísar að slíkum stöðvum hérlendis en orðið ,,vísir" hefur í sér fólgið fyrirheit um eitthvað meira og stærra. 1. Þessi fyrrum herstöð liggur á flekamótum jarðskorpunnar sem eru sérstök að því leyti að þau eru sýnileg berum augum og skera landið úr suð-vestri til norð-austurs. Við getum svo að segja horft á landið gliðna og mælt gliðnunina á ári hverju með einföldu málbandi. Að auki er Reykjanesið gullnáma í jarðsögulegu samhengi. Þarna mætti m.a hugsa sér að jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna yrði með aðalstöðvar. 2. Fáir efast orðið um samhengi mengunar og loftslagsbreytinga þótt ,,sannanir séu ekki á borðinu. Í umræðu um gróðurhúsaáhrif hefur verið brugðið upp skelfilegri framtíðarmynd um hugsanlega breytingu á ferð hafstrauma. Hér vantar þó frekari rannsóknir. Sennilega eru óvíða jafn ákjósanlegar aðstæður til slíkra rannsókna eins og hér í miðju Atlantshafi með Golfstraum á eina hönd og Pólstraum á hina. 3. Þrátt fyrir að nýting Íslendinga á fiskimiðum og sjávarfangi umhverfis landið sé jafngömul dvöl þjóðarinnar hér, hafa rannsóknir á lífríki sjávar ekki verið í samræmi við mikilvægi þessa atvinnuvegar fyrir afkomu þjóðarinnar. Sennilega er það vegna þess að lengst af hafa veiðar og nytjar verið sjálfbærar. Líkt og iðnvæðingin í Evrópu hefur eyðilagt fornminjar hraðar og meir á einni öld en áður hafði gerst á 1000 árum er ekki ólíklegt að vélvæðing fiskveiða hafi haft svipuð áhrif undir yfirborði sjávar. Þar vantar þó rannsóknir öndvert við það sem gert hefur verið ofan yfirborðs. Athuganir við strendur nálægra ríkja hafa varpað ljósi á skelfilega eyðileggingu þar sem t.d. litríkum kórallabreiðum hefur verið breytt í gráar eyðimerkur og þaraskógum í eitthvað sem helst líkist íslenskum kartöflugörðum í nóvember. Ég er einn þeirra Íslendinga, sennilega langflestra, sem átti draum um herlaust land. Lengst af var draumurinn nánast jafn óraunhæf framtíðarsýn og draumur pólskra verkamanna fyrir 30 árum um nýtt samfélag, ámóta sennilegur og að Sovétríkin myndu liðast í sundur undan eigin þunga,- að þúsundáraríkið næði ekki sjötugsaldri. Hér eins og þar er þó ekki nóg að eiga draum, það sem máli skiptir er hvað gerist þegar við vöknum.

Færslur

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsráðstefna SHA var haldin 27.-28. nóvember í Friðarhúsi. Á fundinum var kjörin ný miðnefnd samtakanna. …

SHA_forsida_top

Veisla ársins

Veisla ársins

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember. Um er að ræða hið …

SHA_forsida_top

Dagskrá landsfundar SHA

Dagskrá landsfundar SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember. Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, …

SHA_forsida_top

Fundað á Akureyri

Fundað á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Málsverður & setning landsráðstefnu

Málsverður & setning landsráðstefnu

Landsráðstefna SHA verður sett kl. 18 & fjáröflunarmálsverður Friðarhúss hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Föstudagur 27. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Opinn félagsfundur Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK mánudaginn 16.nóvember kl. 19 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Efni …

SHA_forsida_top

Engin sátt um Nató

Engin sátt um Nató

Í íslenskri þjóðfélagsumræðu er oft látið að því liggja að almenn sátt sé um aðild …

SHA_forsida_top

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn sl. fimmtudagskvöld. Góð stemning var á fundinum, þar sem …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um Friðaruppeldi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi verður haldinn í sal Zontaklúbbsins á Akureyri Aðalstræti 54 A, …

SHA_forsida_top

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Ályktun frá SHA: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa miklum vonbrigðum sínum vegna frétta af hugmyndum um stofnun …