BREYTA

Húsin á heiðinni

thorleifurfridriksson Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi á Suðurnesjum og nýtingu mannvirkja eftir brottför hersins má finna á vefsíðunni ////herinnognato/brottfor. Með brottför hersins af Miðnesheiði hafa opnast möguleikar sem gætu orðið þjóðinni farsælli en álver í hverjum firði, virkjun fallvatna og jarðvarma. Flestir virðast sammála um að það væri fjarstæða að setja blokkaríbúðir á heiðinni á frjálsan markað. Um það er ekki efast hér. En hvað þá? Sjálfsagt er að hefjast handa og virkja hugmyndaflug landsmanna, koma á samkeppni um raunhæfar og rökstuddar hugmyndir um hyggilega nýtingu mannvirkja sem standa auð og ónotuð. Ég legg til að athugað verði hvort hyggilegt og gerlegt sé að koma á fót fjölþjóðlegri rannsóknarstöð um jarðfræði, hafstrauma og sjávarlíffræði, sem jafnframt gæti nýst til eftirlits á, í og yfir hafinu umhverfis landið. Þegar munu vera til vísar að slíkum stöðvum hérlendis en orðið ,,vísir" hefur í sér fólgið fyrirheit um eitthvað meira og stærra. 1. Þessi fyrrum herstöð liggur á flekamótum jarðskorpunnar sem eru sérstök að því leyti að þau eru sýnileg berum augum og skera landið úr suð-vestri til norð-austurs. Við getum svo að segja horft á landið gliðna og mælt gliðnunina á ári hverju með einföldu málbandi. Að auki er Reykjanesið gullnáma í jarðsögulegu samhengi. Þarna mætti m.a hugsa sér að jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna yrði með aðalstöðvar. 2. Fáir efast orðið um samhengi mengunar og loftslagsbreytinga þótt ,,sannanir séu ekki á borðinu. Í umræðu um gróðurhúsaáhrif hefur verið brugðið upp skelfilegri framtíðarmynd um hugsanlega breytingu á ferð hafstrauma. Hér vantar þó frekari rannsóknir. Sennilega eru óvíða jafn ákjósanlegar aðstæður til slíkra rannsókna eins og hér í miðju Atlantshafi með Golfstraum á eina hönd og Pólstraum á hina. 3. Þrátt fyrir að nýting Íslendinga á fiskimiðum og sjávarfangi umhverfis landið sé jafngömul dvöl þjóðarinnar hér, hafa rannsóknir á lífríki sjávar ekki verið í samræmi við mikilvægi þessa atvinnuvegar fyrir afkomu þjóðarinnar. Sennilega er það vegna þess að lengst af hafa veiðar og nytjar verið sjálfbærar. Líkt og iðnvæðingin í Evrópu hefur eyðilagt fornminjar hraðar og meir á einni öld en áður hafði gerst á 1000 árum er ekki ólíklegt að vélvæðing fiskveiða hafi haft svipuð áhrif undir yfirborði sjávar. Þar vantar þó rannsóknir öndvert við það sem gert hefur verið ofan yfirborðs. Athuganir við strendur nálægra ríkja hafa varpað ljósi á skelfilega eyðileggingu þar sem t.d. litríkum kórallabreiðum hefur verið breytt í gráar eyðimerkur og þaraskógum í eitthvað sem helst líkist íslenskum kartöflugörðum í nóvember. Ég er einn þeirra Íslendinga, sennilega langflestra, sem átti draum um herlaust land. Lengst af var draumurinn nánast jafn óraunhæf framtíðarsýn og draumur pólskra verkamanna fyrir 30 árum um nýtt samfélag, ámóta sennilegur og að Sovétríkin myndu liðast í sundur undan eigin þunga,- að þúsundáraríkið næði ekki sjötugsaldri. Hér eins og þar er þó ekki nóg að eiga draum, það sem máli skiptir er hvað gerist þegar við vöknum.

Færslur

SHA_forsida_top

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

-Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30 Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á …

SHA_forsida_top

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Þann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Leikið um 3ja sæti

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. …

SHA_forsida_top

Var þörf á varnarliði?

Var þörf á varnarliði?

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 ÞEGAR bandaríski herinn birtist …

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

1. Segjum upp herstöðvasamningnum! Allt frá því að herstöðvasamningurinn var gerður árið 1951 hefur þjóðin …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi …

SHA_forsida_top

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

eftir Sverri Jakobsson (Dagfari 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39) Herstöð við …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra …

SHA_forsida_top

Fræðsluerindi SHA

Fræðsluerindi SHA

Elías Davíðsson heldur erindi á almennum félagsfundi SHA um blóði drifinn forsetaferil George Bush eldri.

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit