BREYTA

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í huga að ekkert hefur verið sagt um það að herstöðinn á Keflavíkurflugvelli verði lögð niður, að varnarsamningnum , sem við herstöðvaandstæðingar köllum venjulega herstöðvasamning, verði rift eða að Ísland muni ganga úr NATO. Þó hefur það heyrst í öllum flokkum að réttast væri að segja samningnum upp enda sé hann innantómt plagg eftir að herinn og vígtólin eru farin. Það er reyndar ekki rétt. Það er mjög hæpið að skilja þennan samning svo að með honum skuldbindi Bandaríkjamenn sig til að hafa hér herlið. Í tveimur greinum hans er vikið að herliði, og þá er það svona:
    „3. grein. Það skal vera háð samþykki Íslands, hverrar þjóðar menn eru í varnarliðinu, svo og með hverjum hætti það tekur við og hagnýtir þá aðstöðu á Íslandi, sem veitt er með samningi þessum.“
    4. grein. Það skal háð samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar, hversu margir menn hafa setu á Íslandi samkvæmt samningi þessum.
Inntak samningsins felst í 1. grein hans:
    Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum sem greinir í samingi þessum. Í þessu skyni og með varnir á svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, fyrir augum, lætur Ísland í té þá aðstöðu í landinu, sem báðir aðilar eru ásáttir um, að sé nauðsynleg.
Það er hæpið að skilja greinar 3 og 4 svo að hér skuli vera herlið, heldur einungis, að sé hér herlið á annað borð, þá hafi íslenska ríkisstjórnin eitthvað um það að segja hversu fjölmennt að sé og hverrar þjóðar menn eru í því. Í 7. grein segir nefnilega:
    Meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaðarþarfa, mun Ísland annaðhvort sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heimila Bandaríkjunum að annast það.
Í samningnum er sem sagt gert ráð fyrir, að til þess geti komið að aðstöðunni sé haldið hér þótt hún verði ekki notuð til hernaðarþarfa. Og reyndar ber samingurinn það með sér að Ísland sé aukaatriði í þessum samningi að öðru leyti en því að það leggi Bandaríkjunum og NATO til land undir hugsanlega hernaðaraðstöðu eftir því sem þessir aðilar telja sig þurfa á að halda. Í inngangi samningsins segir:
    Þar sem Íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða hefur Norður-Atlantshafsbandalagið farið þess á leit við Ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlantshafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á því svæði fyrir augum
Svo er í 7. grein samningsins sagt:
    Hvor ríkisstjórn getur, hvenær sem er, að undanfarinni tilkynningu til hinnar ríkisstjórnarinnar, farið þess á leit við ráð Norður-Atlantshafsbandalagsins, að það endurskoði, hvort lengur þurfi á að halda framangreindri aðstöðu, og geri tillögur til beggja ríkisstjórnanna um það, hvort samningur þessi skuli gilda áfram.
Síðan er sagt að ef slík málaleitan um endurskoðun leiði ekki til þess að ríkisstjórnirnar verði ásáttar innan sex mánaða geti hvor um sig sagt samningnum upp. Þessi samningur snýst ekki um herlið eða vopn heldur bara um aðstöðu. Hvergi er getið um hvernig ráðstafanir Bandaríkin skuli gera til varnar landinu, það er í raun alveg opið hvort þau gera það með því að hafa hér staðsett herlið og vígtól eða á einhvern annan hátt. Það er fyrst með bókuninni 1994 að samið er um að hér verði að lágmarki fjórar orrustuþotur og nauðsynlegur mannafli og búnaður til að halda þeim úti og jafnframt að viðhaldið sé björgunarsveitinni, flugstöð flotans og loftvarnarkerfi Íslands. Sömu ákvæði eru voru í bókuninni sem gerð var 1996 og gilti til 5 ára. Samningurinn er ekki einu sinni fyrst og fremst vegna varna Íslands. Hann snýst um aðstöðu fyrir Bandaríkin og NATO. Þess vegna er samningurinn réttnefndur herstöðvasamningur þótt opinberlega heiti hann varnarsamningur. Hann ber vott um mikinn undirlægjuhátt þeirra íslensku stjórnvalda sem stóðu að honum. Það er ljóst að fyrir Bandaríkjamönnum hefur aðalatriðið alltaf verið að hafa hér aðstöðu fyrir sig, hvort sem þeir nýta hana eða ekki, og þá aðstöðu ætla þeir væntanlega að hafa áfram, en íslenska ríkisstjórnin sækir það fast að hér verði áfram einhver búnaður og mannafli. Við herstöðvaandstæðingar krefjumst þess hins vegar sem fyrr að herstöðin verði lögð niður, herstöðvasamningnum rift og Ísland gangi úr NATO. Einar Ólafsson (allar leturbreytingar eru höfundar)

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …