BREYTA

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

eldur    L  banonÁ hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Svæsnustu myndirnar rata raunar ekki inn í fréttatíma stærstu fjölmiðla og líklega mun langur tími líða áður en umfang eyðileggingarinnar verður að fullu ljóst. Hernaður Ísraela nýtur stuðnings og raunar fulltingis Bandaríkjastjórnar, sem ákveðið hefur að flýta vopnasendingum til stjórnarinnar í Tel Aviv. Annað NATO-ríki, Bretland, hefur sömuleiðis staðið í vegi fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi árásirnar eða grípi til aðgerða. Að venju þora íslenskir ráðamenn ekki að standa gegn herraþjóðinni í utanríkismálum. Svo virðist sem áhugi ríkisstjórnar Íslands á stríðinu í Líbanon hafi einskorðast við að tryggja flutning nokkurra íslenskra ríkisborgara frá landinu. Um stríðsátökin sjálf hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar einungis haft almenn orð og utanríkisráðherra séð sérstaka ástæðu til að minna á “rétt Ísraelsmanna til að verja sig”. Vert er að hafa í huga að þessi sama ríkisstjórn stendur nú í kosningabaráttu til að reyna að tryggja Íslandi sæti í öryggisráðinu. Það er því sjálfsögð krafa til íslenskra ráðamanna að þeir svari því hvernig þeir hefðu hagað atkvæði sínu við þessar aðstæður? Hefðu þeir skipað Íslandi í sveit þeirra þjóða sem fordæma árásarstríð Ísraels í Líbanon eða hefði þrælslundin gagnvart Washington-valdinu orðið yfirsterkari eina ferðina enn? Svarið við þessari spurningu segir til um það hvort Ísland á nokkurt erindi í öryggisráð SÞ. Krafa okkar friðarsinna hlýtur að vera sú að Ísraelar hætti árásum sínum tafarlaust, að allir aðilar á svæðinu láti af ofbeldi gegn almennum borgurum, að ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hætti tafarlaust að senda vopn til stríðsrekstursins og síðast en ekki síst að ríkisstjórn Íslands fordæmi hernaðinn með afdráttarlausum hætti!

Færslur

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Lasagne & grænmetisréttur

Lasagne & grænmetisréttur

Fjáröflunarmálsverður verður haldinn í Friðarhúsi föstudaginn 28. mars. Þorvaldur Þorvaldsson eldar lasagne og Harpa Stefánsdóttir …

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

28. febrúar síðastliðinn var lagt fyrir Alþingi Frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið mánudaginn 17. mars kl. 5

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið mánudaginn 17. mars kl. 5

Mótmælastaða verður við kínverska sendiráðið Víðimel 29 klukkan 5 í dag, 17. mars, til stuðnings …

SHA_forsida_top

Stríðinu verður að linna - útifundur á Ingólfstorgi 15. mars

Stríðinu verður að linna - útifundur á Ingólfstorgi 15. mars

Nokkur hundruð manns komu saman á Ingólfstorgi í dag, 15. mars í tilefni af alþjóðlegum …

SHA_forsida_top

15. mars – stíðinu verður að linna

15. mars – stíðinu verður að linna

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Sjá nánar Tillögur …

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Dagskrá Ávörp: Hjalti Hugason prófessor …

SHA_forsida_top

Munið 15. mars!

Munið 15. mars!

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13. Mótmælum stríðinu í Írak! Mótmælum hernaðarhyggju og heimsvaldastefnu! Stuðlum að …

SHA_forsida_top

Friðargæsluliðar til Afganistan - röng ákvörðun segir Morgunblaðið

Friðargæsluliðar til Afganistan - röng ákvörðun segir Morgunblaðið

Ákveðið hefur verið að senda fjóra friðargæsluliða frá Íslandi til Afganistan á næstunni til viðbótar …

SHA_forsida_top

8. mars kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

8. mars kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn …

SHA_forsida_top

Stöðvum fjöldamorðin á Gaza - útifundur á Lækjartorgi miðvikudaginn 5. mars kl. 12:15

Stöðvum fjöldamorðin á Gaza - útifundur á Lækjartorgi miðvikudaginn 5. mars kl. 12:15

Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Utanríkismálanefnd Alþingis sendi í síðasta mánuði Samtökum hernaðarandstæðinga til umsagnar frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga. Samtökin …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Ísland-Palestína

Stjórnarfundur Ísland-Palestína

Stjórn Íslands-Palestínu fundar í Friðarhúsi.