BREYTA

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

eldur    L  banonÁ hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Svæsnustu myndirnar rata raunar ekki inn í fréttatíma stærstu fjölmiðla og líklega mun langur tími líða áður en umfang eyðileggingarinnar verður að fullu ljóst. Hernaður Ísraela nýtur stuðnings og raunar fulltingis Bandaríkjastjórnar, sem ákveðið hefur að flýta vopnasendingum til stjórnarinnar í Tel Aviv. Annað NATO-ríki, Bretland, hefur sömuleiðis staðið í vegi fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi árásirnar eða grípi til aðgerða. Að venju þora íslenskir ráðamenn ekki að standa gegn herraþjóðinni í utanríkismálum. Svo virðist sem áhugi ríkisstjórnar Íslands á stríðinu í Líbanon hafi einskorðast við að tryggja flutning nokkurra íslenskra ríkisborgara frá landinu. Um stríðsátökin sjálf hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar einungis haft almenn orð og utanríkisráðherra séð sérstaka ástæðu til að minna á “rétt Ísraelsmanna til að verja sig”. Vert er að hafa í huga að þessi sama ríkisstjórn stendur nú í kosningabaráttu til að reyna að tryggja Íslandi sæti í öryggisráðinu. Það er því sjálfsögð krafa til íslenskra ráðamanna að þeir svari því hvernig þeir hefðu hagað atkvæði sínu við þessar aðstæður? Hefðu þeir skipað Íslandi í sveit þeirra þjóða sem fordæma árásarstríð Ísraels í Líbanon eða hefði þrælslundin gagnvart Washington-valdinu orðið yfirsterkari eina ferðina enn? Svarið við þessari spurningu segir til um það hvort Ísland á nokkurt erindi í öryggisráð SÞ. Krafa okkar friðarsinna hlýtur að vera sú að Ísraelar hætti árásum sínum tafarlaust, að allir aðilar á svæðinu láti af ofbeldi gegn almennum borgurum, að ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hætti tafarlaust að senda vopn til stríðsrekstursins og síðast en ekki síst að ríkisstjórn Íslands fordæmi hernaðinn með afdráttarlausum hætti!

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …