BREYTA

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

eldur    L  banonÁ hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Svæsnustu myndirnar rata raunar ekki inn í fréttatíma stærstu fjölmiðla og líklega mun langur tími líða áður en umfang eyðileggingarinnar verður að fullu ljóst. Hernaður Ísraela nýtur stuðnings og raunar fulltingis Bandaríkjastjórnar, sem ákveðið hefur að flýta vopnasendingum til stjórnarinnar í Tel Aviv. Annað NATO-ríki, Bretland, hefur sömuleiðis staðið í vegi fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi árásirnar eða grípi til aðgerða. Að venju þora íslenskir ráðamenn ekki að standa gegn herraþjóðinni í utanríkismálum. Svo virðist sem áhugi ríkisstjórnar Íslands á stríðinu í Líbanon hafi einskorðast við að tryggja flutning nokkurra íslenskra ríkisborgara frá landinu. Um stríðsátökin sjálf hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar einungis haft almenn orð og utanríkisráðherra séð sérstaka ástæðu til að minna á “rétt Ísraelsmanna til að verja sig”. Vert er að hafa í huga að þessi sama ríkisstjórn stendur nú í kosningabaráttu til að reyna að tryggja Íslandi sæti í öryggisráðinu. Það er því sjálfsögð krafa til íslenskra ráðamanna að þeir svari því hvernig þeir hefðu hagað atkvæði sínu við þessar aðstæður? Hefðu þeir skipað Íslandi í sveit þeirra þjóða sem fordæma árásarstríð Ísraels í Líbanon eða hefði þrælslundin gagnvart Washington-valdinu orðið yfirsterkari eina ferðina enn? Svarið við þessari spurningu segir til um það hvort Ísland á nokkurt erindi í öryggisráð SÞ. Krafa okkar friðarsinna hlýtur að vera sú að Ísraelar hætti árásum sínum tafarlaust, að allir aðilar á svæðinu láti af ofbeldi gegn almennum borgurum, að ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hætti tafarlaust að senda vopn til stríðsrekstursins og síðast en ekki síst að ríkisstjórn Íslands fordæmi hernaðinn með afdráttarlausum hætti!

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 og gengið niður á Silfurtorg þar sem haldin …

SHA_forsida_top

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Reykjavík: Lagt af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Ranghermt var í frétt hér á Friðarvefnum að Þorláksgangan á Akureyri hæfist kl. 22. Hið …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri

Friðarganga á Akureyri

Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga verður að venju á Ísafirði á Þorláksmessu. Gangan hefst kl. 18, líkt og í …

SHA_forsida_top

Jólagjöf friðarsinnans

Jólagjöf friðarsinnans

Friðarsinnar eru upp til hópa nægjusamt fólk sem ekki gengur svo glatt græðginni og lífsgæðakapphlaupinu …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Efnt verður til þriggja friðarganga á Þorláksmessu í ár, í Reykjavík, á Ísafirði og …

SHA_forsida_top

Fjölmenni á málsverði

Fjölmenni á málsverði

Frábær mæting var á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudagskvöld, en um fimmtíu manns mættu og gæddu …

SHA_forsida_top

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu. Fundurinn hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan, reyklaus spurningakeppni, verður haldin laugardaginn 17. desember í Friðarhúsi. Keppt verður eftir hefðbundnu pöbb-kviss …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður til styrktar Friðarhúsi verður haldinn að kvöldi föstudagsins 16. desember og hefst kl. 19. …

SHA_forsida_top

Krásir

Krásir

Föstudagskvöldið 16. desember verður efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi, þar sem friðarsinnar geta kýlt vömbina …

SHA_forsida_top

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Það var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. …

SHA_forsida_top

Fundað í framhaldsskólum

Fundað í framhaldsskólum

Undirbúningsfundur fyrir skólaheimsóknir SHA á vorönn, m.a. rætt um endurskoðun Skóla-Dagfara frá árinu 1999. Hefst …