BREYTA

Hver er óvinurinn?

Nú eru þær komnar, orrustuþoturnar frönsku. Frá komu þeirra er sagt svo á mbl.is (5.5.2008, 11:49): Franskar Mirage-herþotur á vegum NATO lentu á Keflavíkurflugvelli í dag en vélarnar munu sinna loftrýmisgæslu við Íslandsstrendur. Þær munu m.a. hafa eftirlit með flugi langdrægra rússneskra herflugvéla í grennd við íslenska lofthelgi. Tvær orrustuþotur verða verða til taks allan sólarhringinn og eiga þær að geta tekið á loft innan 15 mínúta ef þess gerist þörf. Alls koma um 110 manns til landsins, þar af 50 orrustuflugmenn. Frakkarnir verða hér á landi í um sex vikur eða til 20. júní. Margir undrast þessa forgangsröðun varðandi öryggismál Íslendinga. Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu? Hvílík sóun! Björgunarsveitir þurfa að eyða tíma sínum í sölu á flugeldum og annað fjáröflunarstúss til að fjármagna starfsemi sína meðan milljónatugum er eytt í tilgangslaust eftirlitsflug. Og hvað svo - eiga rússnesku herflugvélarnar svo að fljúga hér í grenndinni eftirlitslaust eftir 20. júni þar til næsta holl af orrustuþotum kemur? Sigurður Flosason, gjaldkeri SHA, spurði utanríkisráðherra í grein í Morgunblaðinu 2. maí hvort óvinurinn væri fundinn. Greinin birtist undir fyrirsögninni Er Ingibjörg Sólrún búin að finna hann? Fyrirsögnin hér að ofan er hins vegar sú sem Sigurður ætlaði greininni, Hver er óvinurinn? Hann spurði hins sama í ágúst í fyrra. Kannski er óvinurinn fundinn í líki rússneskra herflugvéla? Kalda stríðið endurvakið? Við birtum hér að neðan grein Sigurðar en fyrri grein hans má finna hér. MIÐAÐ við fjárframlög til varnarmála á fjárlögum 2008 hlýtur hann að vera fundinn. Varla samþykkir Alþingi að verja til þessa málaflokks af skattfé almennings í landinu svo nemur milljörðum króna nema Íslendingar eigi einhvern óvin. Á kaldastríðsárunum vissu allir að Rússagrýlan var óvinur Íslendinga, en hún reyndist frekar meinlaus og gaf upp öndina fyrir nærri 20 árum. Fyrir 100 árum voru Grýla og Leppalúði helstu óvinir íslenskra barna, en þau eru löngu dauð og koma því ekki til greina sem óvinir núna nema Ingibjörg Sólrún sé gengin í barndóm. Óvinurinn í Gullna hliðinu reið ekki feitum hesti frá viðskiptunum við kerlinguna þó að hún fengi enga fjárveitingu frá opinberum aðilum né ferðaðist með einkaþotu. Osama Bin Laden liggur úti á fjöllum í Asíu og getur þess vegna varla verið hættulegur óvinur auk þess sem við vitum ekki með vissu hvort hann er dauður eða lifandi. Og ekki getum við lagt í milljarða kostnað gegn óvini sem er kannski dauður. Eitthvað er lifandi ennþá af talibönum í Afganistan þó að við höfum jafnvel sent þangað liðsafla til að stuðla að fækkun þeirra, en ekki eru þeir trúverðugir óvinir til að splæsa milljörðum af almannafé til að verjast. Hund-Tyrkjann flæmdu forfeður okkar burtu með göldrum og sálmasöng, svo ekki er það hann. Jón þumlungur lét brenna Kirkjubólsfeðga í Skutulsfirði vegna veikinda sem hann kenndi þeim um, en var jafnveikur eftir sem áður svo ekki voru þeir réttir óvinir. Það er sem sé vandi að velja sér óvin. Er það ósanngjörn krafa þeirra óbreyttu skattborgara á Íslandi sem greiða sinn hlut í varnarmálakostnaði fjárlaganna að þeir fái að vita hver er óvinur okkar Íslendinga?

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) hafa boðað til undirbúningsfundar fyrir menningar- og baráttudagskrá …

SHA_forsida_top

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Frá Þjóðarhreyfingunni - með lýðræði ÁR FRÁ YFIRLÝSINGUNNI Í THE NEW YORK TIMES ,,... …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf. hefst kl. 20. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um starfsemina.

SHA_forsida_top

Spurningakeppnin Friðarpípan

Spurningakeppnin Friðarpípan

Friðarpípan, spurningakeppni Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Friðahúsi kl. 16.

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin laugardaginn 21. janúar í Friðarhúsinu og hefst kl. 16. …

SHA_forsida_top

Rokk gegn her

Rokk gegn her

Á vefritinu Hugsandi birtist nýverið grein eftir sagnfræðinginn Unni Maríu Bergsveinsdóttur, fyrrum miðnefndarfulltrúa í …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Þann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja …

SHA_forsida_top

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

18.-20. mars verða alþjóðleg mótmæli gegn Íraksstríðinu, en þrjú ár verða þá liðin frá innrás …

SHA_forsida_top

Dagfari á Friðarvefnum

Dagfari á Friðarvefnum

Tímarit og fréttabréf Samtaka herstöðvaandstæðinga nefnist Dagfari, en útgáfusaga blaðsins nær aftur á fyrri hluta …

SHA_forsida_top

Málningarvinna í Friðarhúsi

Málningarvinna í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu í Friðarhúsi á sunnudag frá klukkan 14. Um er að ræða …

SHA_forsida_top

Vinnudagur í Friðarhúsi

Vinnudagur í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu o.fl. í Friðarhúsi frá kl. 14. Vinnufúsar hendur velkomnar.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er lokað vegna einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Eins og kom fram í fréttum hér á síðunni 10. janúar (sjá hér neðar á …

SHA_forsida_top

Öryggi og varnir Íslands

Öryggi og varnir Íslands

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til ályktunar um opinbera nefnd um öryggi og …

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Þann 20. mars næstkomandi verða liðin þrjú ár frá því innrásin í Írak hófst. Undanfarin …