BREYTA

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

kosningar 01Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð í komandi kosningum. Svör bárust frá öllum nema Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum. Svörin hafa þegar birst í Dagfara, en verða jafnframt sett hér inn á friðarvefinn á næstu dögum. 1. spurning: Sér hreyfing ykkar einhver skynsamleg rök fyrir því hvers vegna Ísland ætti ekki að segja sig úr Nató? Framsóknarflokkur: Eitt meginhlutverk NATO er að vera sameiginlegt varnarbandalag og vera í því þjónar varnarhagsmunum Íslands í dag. Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni): Borgarahreyfingin tekur ekki afstöðu til þátttöku í NATÓ. Einstökum félögum er hins vegar vissulega heimilt að hafa sínar eigin skoðanir á því og koma þeim á framfæri. Við höfum ekki rætt þetta málefni efnislega. Okkar markmið er að bregðast við því hörmungarástandi sem hér ríkir, hvort heldur sem það snýr að okkar borgaralegu réttindum til lýðræðisþátttöku eða þeirri neyð sem stór hluti þjóðarinnar er að berjast við. Þjóðin er súrefnislaus vegna stjórnlausrar nýfrjálshyggju sem hér hefur öllu tröllriðið. Ég held að úrsögn úr NATÓ sé hreinlega lúxusvandamál eins og sakir standa. Samfylkingin: Já. Samfylkingin styður aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu enda er bandalagið vettvangur fyrir sameiginlegar varnir okkar og nánustu vina- og bandalagsþjóða. Í aðildinni felst sameiginleg ábyrgð allra aðildarríkjanna á sameiginlegu öryggi og vörnum. Vinstri græn: Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á að Ísland skuli standa utan allra hernaðarbandalaga. Hernaðar- og kjarnorkustefna Nató er í ósamræmi við friðarstefnu flokksins og aukin umsvif bandalagsins á átakasvæðum um víða veröld eru verulegt áhyggjuefni. L-listi (svar frá Bjarna Harðarsyni forystumanni í Rvík-norður): Ég sé ekki önnur rök fyrir því að vera í Nató að mér þykir að það verði að koma fram tilefni til úrsagnar. Slík tilefni hafa skapast á undanförnum árum, m.a. við árásarþátttöku Nató í Asíu og hryðjuverkalög Breta á hendur Íslendingum. En ég tel að úrsögn vegna þessara atvika væri einkennileg yfirlýsing nú svo löngu seinna og því rétt að flana ekki að neinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Airwaves í Friðarhúsi

Airwaves í Friðarhúsi

Í ár verður Friðarhús í fyrsta sinn hluti af hliðardagskrá Airwaves-tónlistarhátíðarinnar (off-venue). Síðdegis, þrjá af …

SHA_forsida_top

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um Sýrlandsstríðið. Aðsendar greinar …

SHA_forsida_top

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardag, en það kemur ekki í veg fyrir að hinn …

SHA_forsida_top

Sýrlandsstríðið

Sýrlandsstríðið

Berglind Gunnarsdóttir rithöfundur birti meðfylgjandi grein á Vísi þann 26. sept. síðastliðinn. Greinar á Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Kosningapróf RÚV hefur vakið mikla athygli. Meðal þess sem spurt var um í prófinu var …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 30. september n.k. Fiskisúpugengið Lára Jóna, …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason Hildur Knútsdóttir flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Aumur feluleikur stjórnvalda

Aumur feluleikur stjórnvalda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag …

SHA_forsida_top

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um alþjóða- og efnahagsmál. …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður á maímánaðar

Friðarmálsverður á maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður Friðarhúss

Aprílmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd …

SHA_forsida_top

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Fundur um hernám Marokkóstjórnar á Vestur Sahara í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 5. apríl kl. …

SHA_forsida_top

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Sýrlandi. …