BREYTA

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

kosningar 01Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð í komandi kosningum. Svör bárust frá öllum nema Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum. Svörin hafa þegar birst í Dagfara, en verða jafnframt sett hér inn á friðarvefinn á næstu dögum. 1. spurning: Sér hreyfing ykkar einhver skynsamleg rök fyrir því hvers vegna Ísland ætti ekki að segja sig úr Nató? Framsóknarflokkur: Eitt meginhlutverk NATO er að vera sameiginlegt varnarbandalag og vera í því þjónar varnarhagsmunum Íslands í dag. Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni): Borgarahreyfingin tekur ekki afstöðu til þátttöku í NATÓ. Einstökum félögum er hins vegar vissulega heimilt að hafa sínar eigin skoðanir á því og koma þeim á framfæri. Við höfum ekki rætt þetta málefni efnislega. Okkar markmið er að bregðast við því hörmungarástandi sem hér ríkir, hvort heldur sem það snýr að okkar borgaralegu réttindum til lýðræðisþátttöku eða þeirri neyð sem stór hluti þjóðarinnar er að berjast við. Þjóðin er súrefnislaus vegna stjórnlausrar nýfrjálshyggju sem hér hefur öllu tröllriðið. Ég held að úrsögn úr NATÓ sé hreinlega lúxusvandamál eins og sakir standa. Samfylkingin: Já. Samfylkingin styður aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu enda er bandalagið vettvangur fyrir sameiginlegar varnir okkar og nánustu vina- og bandalagsþjóða. Í aðildinni felst sameiginleg ábyrgð allra aðildarríkjanna á sameiginlegu öryggi og vörnum. Vinstri græn: Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á að Ísland skuli standa utan allra hernaðarbandalaga. Hernaðar- og kjarnorkustefna Nató er í ósamræmi við friðarstefnu flokksins og aukin umsvif bandalagsins á átakasvæðum um víða veröld eru verulegt áhyggjuefni. L-listi (svar frá Bjarna Harðarsyni forystumanni í Rvík-norður): Ég sé ekki önnur rök fyrir því að vera í Nató að mér þykir að það verði að koma fram tilefni til úrsagnar. Slík tilefni hafa skapast á undanförnum árum, m.a. við árásarþátttöku Nató í Asíu og hryðjuverkalög Breta á hendur Íslendingum. En ég tel að úrsögn vegna þessara atvika væri einkennileg yfirlýsing nú svo löngu seinna og því rétt að flana ekki að neinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í október verður haldinn föstudagskvöldið 25. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Það er komið að fyrsta fjáröflunarmálsverði haustsins, föstudagskvöldið 27. september. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðill: …

SHA_forsida_top

UVG mótmæla Nató-forkólfi

UVG mótmæla Nató-forkólfi

Ungliðar í Vinstri grænum boða til mótmæla við Norræna húsið fimmtudaginn 19. september kl. 9:30, …

SHA_forsida_top

Listin að selja stríð

Listin að selja stríð

(Þessi grein var send Fréttablaðinu 24. ágúst, þremur dögum eftir efnavopnaárásina í Damaskus, en blaðið …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um Sýrland

SHA og MFÍK funda um Sýrland

Samtök hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sameiginlegs fundar um málefni Sýrlands …

SHA_forsida_top

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Eftirfarandi pistill er eftir Þórarinn Hjartarson, formann Norðurlandsdeildar SHA. Árásarhneigð Vesturveldanna – með Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Samtök friðarhreyfinga vítt og breitt um Evrópu hafa á síðustu sólarhringum mótmælt harðlega grímulausum stríðsundirbúningi …

SHA_forsida_top

About Us - Extended

About Us - Extended

We've had the privilege to work with some awesome clients Phasellus enim libero, …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

WHO birti upplýsingarnar!

WHO birti upplýsingarnar!

Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun …

SHA_forsida_top

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér …

SHA_forsida_top

Headers

Headers

Check Out Some Of The Possible Combinations Every site should have its …

SHA_forsida_top

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna …