BREYTA

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

kosningar 01Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð í komandi kosningum. Svör bárust frá öllum nema Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum. Svörin hafa þegar birst í Dagfara, en verða jafnframt sett hér inn á friðarvefinn á næstu dögum. 1. spurning: Sér hreyfing ykkar einhver skynsamleg rök fyrir því hvers vegna Ísland ætti ekki að segja sig úr Nató? Framsóknarflokkur: Eitt meginhlutverk NATO er að vera sameiginlegt varnarbandalag og vera í því þjónar varnarhagsmunum Íslands í dag. Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni): Borgarahreyfingin tekur ekki afstöðu til þátttöku í NATÓ. Einstökum félögum er hins vegar vissulega heimilt að hafa sínar eigin skoðanir á því og koma þeim á framfæri. Við höfum ekki rætt þetta málefni efnislega. Okkar markmið er að bregðast við því hörmungarástandi sem hér ríkir, hvort heldur sem það snýr að okkar borgaralegu réttindum til lýðræðisþátttöku eða þeirri neyð sem stór hluti þjóðarinnar er að berjast við. Þjóðin er súrefnislaus vegna stjórnlausrar nýfrjálshyggju sem hér hefur öllu tröllriðið. Ég held að úrsögn úr NATÓ sé hreinlega lúxusvandamál eins og sakir standa. Samfylkingin: Já. Samfylkingin styður aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu enda er bandalagið vettvangur fyrir sameiginlegar varnir okkar og nánustu vina- og bandalagsþjóða. Í aðildinni felst sameiginleg ábyrgð allra aðildarríkjanna á sameiginlegu öryggi og vörnum. Vinstri græn: Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á að Ísland skuli standa utan allra hernaðarbandalaga. Hernaðar- og kjarnorkustefna Nató er í ósamræmi við friðarstefnu flokksins og aukin umsvif bandalagsins á átakasvæðum um víða veröld eru verulegt áhyggjuefni. L-listi (svar frá Bjarna Harðarsyni forystumanni í Rvík-norður): Ég sé ekki önnur rök fyrir því að vera í Nató að mér þykir að það verði að koma fram tilefni til úrsagnar. Slík tilefni hafa skapast á undanförnum árum, m.a. við árásarþátttöku Nató í Asíu og hryðjuverkalög Breta á hendur Íslendingum. En ég tel að úrsögn vegna þessara atvika væri einkennileg yfirlýsing nú svo löngu seinna og því rétt að flana ekki að neinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …