BREYTA

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

kosningar 01Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð í komandi kosningum. Svör bárust frá öllum nema Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum. Svörin hafa þegar birst í Dagfara, en verða jafnframt sett hér inn á friðarvefinn á næstu dögum. 1. spurning: Sér hreyfing ykkar einhver skynsamleg rök fyrir því hvers vegna Ísland ætti ekki að segja sig úr Nató? Framsóknarflokkur: Eitt meginhlutverk NATO er að vera sameiginlegt varnarbandalag og vera í því þjónar varnarhagsmunum Íslands í dag. Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni): Borgarahreyfingin tekur ekki afstöðu til þátttöku í NATÓ. Einstökum félögum er hins vegar vissulega heimilt að hafa sínar eigin skoðanir á því og koma þeim á framfæri. Við höfum ekki rætt þetta málefni efnislega. Okkar markmið er að bregðast við því hörmungarástandi sem hér ríkir, hvort heldur sem það snýr að okkar borgaralegu réttindum til lýðræðisþátttöku eða þeirri neyð sem stór hluti þjóðarinnar er að berjast við. Þjóðin er súrefnislaus vegna stjórnlausrar nýfrjálshyggju sem hér hefur öllu tröllriðið. Ég held að úrsögn úr NATÓ sé hreinlega lúxusvandamál eins og sakir standa. Samfylkingin: Já. Samfylkingin styður aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu enda er bandalagið vettvangur fyrir sameiginlegar varnir okkar og nánustu vina- og bandalagsþjóða. Í aðildinni felst sameiginleg ábyrgð allra aðildarríkjanna á sameiginlegu öryggi og vörnum. Vinstri græn: Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á að Ísland skuli standa utan allra hernaðarbandalaga. Hernaðar- og kjarnorkustefna Nató er í ósamræmi við friðarstefnu flokksins og aukin umsvif bandalagsins á átakasvæðum um víða veröld eru verulegt áhyggjuefni. L-listi (svar frá Bjarna Harðarsyni forystumanni í Rvík-norður): Ég sé ekki önnur rök fyrir því að vera í Nató að mér þykir að það verði að koma fram tilefni til úrsagnar. Slík tilefni hafa skapast á undanförnum árum, m.a. við árásarþátttöku Nató í Asíu og hryðjuverkalög Breta á hendur Íslendingum. En ég tel að úrsögn vegna þessara atvika væri einkennileg yfirlýsing nú svo löngu seinna og því rétt að flana ekki að neinu.

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …