BREYTA

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

kosningar 01Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð í komandi kosningum. Svör bárust frá öllum nema Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum. Svörin hafa þegar birst í Dagfara, en verða jafnframt sett hér inn á friðarvefinn á næstu dögum. 1. spurning: Sér hreyfing ykkar einhver skynsamleg rök fyrir því hvers vegna Ísland ætti ekki að segja sig úr Nató? Framsóknarflokkur: Eitt meginhlutverk NATO er að vera sameiginlegt varnarbandalag og vera í því þjónar varnarhagsmunum Íslands í dag. Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni): Borgarahreyfingin tekur ekki afstöðu til þátttöku í NATÓ. Einstökum félögum er hins vegar vissulega heimilt að hafa sínar eigin skoðanir á því og koma þeim á framfæri. Við höfum ekki rætt þetta málefni efnislega. Okkar markmið er að bregðast við því hörmungarástandi sem hér ríkir, hvort heldur sem það snýr að okkar borgaralegu réttindum til lýðræðisþátttöku eða þeirri neyð sem stór hluti þjóðarinnar er að berjast við. Þjóðin er súrefnislaus vegna stjórnlausrar nýfrjálshyggju sem hér hefur öllu tröllriðið. Ég held að úrsögn úr NATÓ sé hreinlega lúxusvandamál eins og sakir standa. Samfylkingin: Já. Samfylkingin styður aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu enda er bandalagið vettvangur fyrir sameiginlegar varnir okkar og nánustu vina- og bandalagsþjóða. Í aðildinni felst sameiginleg ábyrgð allra aðildarríkjanna á sameiginlegu öryggi og vörnum. Vinstri græn: Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á að Ísland skuli standa utan allra hernaðarbandalaga. Hernaðar- og kjarnorkustefna Nató er í ósamræmi við friðarstefnu flokksins og aukin umsvif bandalagsins á átakasvæðum um víða veröld eru verulegt áhyggjuefni. L-listi (svar frá Bjarna Harðarsyni forystumanni í Rvík-norður): Ég sé ekki önnur rök fyrir því að vera í Nató að mér þykir að það verði að koma fram tilefni til úrsagnar. Slík tilefni hafa skapast á undanförnum árum, m.a. við árásarþátttöku Nató í Asíu og hryðjuverkalög Breta á hendur Íslendingum. En ég tel að úrsögn vegna þessara atvika væri einkennileg yfirlýsing nú svo löngu seinna og því rétt að flana ekki að neinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …