BREYTA

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

kjorsedillFriðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. 2. spurning: Hver er afstaða ykkar til uppsagnar herverndarsamningsins við Bandaríkin? Framsóknarflokkur: Herverndarsamningi við Bandaríkin verður ekki sagt upp að frumkvæði Framsóknarflokksins nema eitthvað annað komi í stað hans og framsóknarmenn hafa engin áform um annan herverndarsamning. Aðild að ESB gæti breytt þessu en það kemur ekki ljós nema í aðildarsamningi. Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni): Við höfum ekki rætt það og ekkert um það fjallað í stefnuskrá okkar. Innan Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing er fólk með misjafnar skoðanir sem hefur komið sér saman að starfa að nauðsynlegum lýðræðisumbótum til að tryggja að þjóðin verði aldrei aftur valdalaus í stórum málefnum er varða hag allra borgara landsins. Mín persónulega skoðun er eindræg: ég fagnaði því enda búin að vera meðlimur í SHA um langa hríð. Samfylkingin: Sjálfstæð þýðing varnarsamstarfsins við Bandaríkin er nú orðið afar lítil umfram það sem leiðir af aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Varnarsamningurinn er nú í reynd orðinn rammi um hvernig aðkomu Bandaríkjanna að vörnum landsins yrði háttað á ófriðartímum og hann hefur því litla praktíska þýðingu. Sjálfsagt er að endurmeta þörf fyrir hann, sem og þörf fyrir varnarviðbúnað okkar að öðru leyti, í ljósi hættumats á hverjum tíma. Vinstri græn: Flokkurinn var þeirrar skoðunar að segja beri upp herverndarsamningnum við Bandaríkin á meðan hér var ennþá bandarísk herstöð. Brottför hersins frá Miðnesheiði hefur í engu breytt þeirri afstöðu. Öryggishagsmunum Íslands er betur borgið með því að landið reki sjálfstæða utanríkisstefnu með friðsamleg samskipti við aðrar þjóðir að leiðarljósi, en bindi ekki trúss sitt við mesta hernaðarveldi samtímans, Bandaríkin. Bjarni Harðarson, L-lista: Ég var einlægur herstöðvaandstæðingur og fagnaði mjög burtför hersins. Aftur á móti tel ég með sömu rökum og ég gaf hér fyrr algerlega óþarft að segja samningi þessum upp nú. Komi hins vegar upp árekstrar í samstarfi þjóðanna tel ég að ekki þurfi að útiloka uppsögn þessara samninga.

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …