BREYTA

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

kjorsedillFriðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. 2. spurning: Hver er afstaða ykkar til uppsagnar herverndarsamningsins við Bandaríkin? Framsóknarflokkur: Herverndarsamningi við Bandaríkin verður ekki sagt upp að frumkvæði Framsóknarflokksins nema eitthvað annað komi í stað hans og framsóknarmenn hafa engin áform um annan herverndarsamning. Aðild að ESB gæti breytt þessu en það kemur ekki ljós nema í aðildarsamningi. Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni): Við höfum ekki rætt það og ekkert um það fjallað í stefnuskrá okkar. Innan Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing er fólk með misjafnar skoðanir sem hefur komið sér saman að starfa að nauðsynlegum lýðræðisumbótum til að tryggja að þjóðin verði aldrei aftur valdalaus í stórum málefnum er varða hag allra borgara landsins. Mín persónulega skoðun er eindræg: ég fagnaði því enda búin að vera meðlimur í SHA um langa hríð. Samfylkingin: Sjálfstæð þýðing varnarsamstarfsins við Bandaríkin er nú orðið afar lítil umfram það sem leiðir af aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Varnarsamningurinn er nú í reynd orðinn rammi um hvernig aðkomu Bandaríkjanna að vörnum landsins yrði háttað á ófriðartímum og hann hefur því litla praktíska þýðingu. Sjálfsagt er að endurmeta þörf fyrir hann, sem og þörf fyrir varnarviðbúnað okkar að öðru leyti, í ljósi hættumats á hverjum tíma. Vinstri græn: Flokkurinn var þeirrar skoðunar að segja beri upp herverndarsamningnum við Bandaríkin á meðan hér var ennþá bandarísk herstöð. Brottför hersins frá Miðnesheiði hefur í engu breytt þeirri afstöðu. Öryggishagsmunum Íslands er betur borgið með því að landið reki sjálfstæða utanríkisstefnu með friðsamleg samskipti við aðrar þjóðir að leiðarljósi, en bindi ekki trúss sitt við mesta hernaðarveldi samtímans, Bandaríkin. Bjarni Harðarson, L-lista: Ég var einlægur herstöðvaandstæðingur og fagnaði mjög burtför hersins. Aftur á móti tel ég með sömu rökum og ég gaf hér fyrr algerlega óþarft að segja samningi þessum upp nú. Komi hins vegar upp árekstrar í samstarfi þjóðanna tel ég að ekki þurfi að útiloka uppsögn þessara samninga.

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …