BREYTA

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

kjorsedillFriðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. 2. spurning: Hver er afstaða ykkar til uppsagnar herverndarsamningsins við Bandaríkin? Framsóknarflokkur: Herverndarsamningi við Bandaríkin verður ekki sagt upp að frumkvæði Framsóknarflokksins nema eitthvað annað komi í stað hans og framsóknarmenn hafa engin áform um annan herverndarsamning. Aðild að ESB gæti breytt þessu en það kemur ekki ljós nema í aðildarsamningi. Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni): Við höfum ekki rætt það og ekkert um það fjallað í stefnuskrá okkar. Innan Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing er fólk með misjafnar skoðanir sem hefur komið sér saman að starfa að nauðsynlegum lýðræðisumbótum til að tryggja að þjóðin verði aldrei aftur valdalaus í stórum málefnum er varða hag allra borgara landsins. Mín persónulega skoðun er eindræg: ég fagnaði því enda búin að vera meðlimur í SHA um langa hríð. Samfylkingin: Sjálfstæð þýðing varnarsamstarfsins við Bandaríkin er nú orðið afar lítil umfram það sem leiðir af aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Varnarsamningurinn er nú í reynd orðinn rammi um hvernig aðkomu Bandaríkjanna að vörnum landsins yrði háttað á ófriðartímum og hann hefur því litla praktíska þýðingu. Sjálfsagt er að endurmeta þörf fyrir hann, sem og þörf fyrir varnarviðbúnað okkar að öðru leyti, í ljósi hættumats á hverjum tíma. Vinstri græn: Flokkurinn var þeirrar skoðunar að segja beri upp herverndarsamningnum við Bandaríkin á meðan hér var ennþá bandarísk herstöð. Brottför hersins frá Miðnesheiði hefur í engu breytt þeirri afstöðu. Öryggishagsmunum Íslands er betur borgið með því að landið reki sjálfstæða utanríkisstefnu með friðsamleg samskipti við aðrar þjóðir að leiðarljósi, en bindi ekki trúss sitt við mesta hernaðarveldi samtímans, Bandaríkin. Bjarni Harðarson, L-lista: Ég var einlægur herstöðvaandstæðingur og fagnaði mjög burtför hersins. Aftur á móti tel ég með sömu rökum og ég gaf hér fyrr algerlega óþarft að segja samningi þessum upp nú. Komi hins vegar upp árekstrar í samstarfi þjóðanna tel ég að ekki þurfi að útiloka uppsögn þessara samninga.

Færslur

SHA_forsida_top

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. …

SHA_forsida_top

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kynningarfundur SHA

Kynningarfundur SHA

Starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga er kynnt fyrir nýjum og ungum félagsmönnum.

SHA_forsida_top

Toggi spilar í Friðarhúsi

Toggi spilar í Friðarhúsi

Tónlistarmaðurinn Toggi treður upp á skemmti- og fræðslufundi SHA fimmtudagskvöldið 1. feb. og flytur nokkur …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

MFÍK hefur forgöngu um samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Undirbúningsfundur í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Danmörk

HM, Ísland:Danmörk

Sýnt er frá leikjum Íslands á HM í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga bjóða til fræðslu- og skemmtifundar í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Grettisgötu, fimmtudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til hamingju Skagabyggð

Til hamingju Skagabyggð

Skagabyggð er sveitarfélag við utanverðan Húnaflóa, með tæplega hundrað íbúa. Á dögunum bættist það í …

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19, en húsið er opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Aðgerðir á afmæli Íraksstríðsins undirbúnar.

SHA_forsida_top

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Næstkomandi laugardag, 27. janúar, hafa friðarsinnar í Bandaríkjunum skipulagt mótmælagöngu í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Sjá nánar hér.