BREYTA

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

kjorsedillFriðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. 2. spurning: Hver er afstaða ykkar til uppsagnar herverndarsamningsins við Bandaríkin? Framsóknarflokkur: Herverndarsamningi við Bandaríkin verður ekki sagt upp að frumkvæði Framsóknarflokksins nema eitthvað annað komi í stað hans og framsóknarmenn hafa engin áform um annan herverndarsamning. Aðild að ESB gæti breytt þessu en það kemur ekki ljós nema í aðildarsamningi. Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni): Við höfum ekki rætt það og ekkert um það fjallað í stefnuskrá okkar. Innan Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing er fólk með misjafnar skoðanir sem hefur komið sér saman að starfa að nauðsynlegum lýðræðisumbótum til að tryggja að þjóðin verði aldrei aftur valdalaus í stórum málefnum er varða hag allra borgara landsins. Mín persónulega skoðun er eindræg: ég fagnaði því enda búin að vera meðlimur í SHA um langa hríð. Samfylkingin: Sjálfstæð þýðing varnarsamstarfsins við Bandaríkin er nú orðið afar lítil umfram það sem leiðir af aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Varnarsamningurinn er nú í reynd orðinn rammi um hvernig aðkomu Bandaríkjanna að vörnum landsins yrði háttað á ófriðartímum og hann hefur því litla praktíska þýðingu. Sjálfsagt er að endurmeta þörf fyrir hann, sem og þörf fyrir varnarviðbúnað okkar að öðru leyti, í ljósi hættumats á hverjum tíma. Vinstri græn: Flokkurinn var þeirrar skoðunar að segja beri upp herverndarsamningnum við Bandaríkin á meðan hér var ennþá bandarísk herstöð. Brottför hersins frá Miðnesheiði hefur í engu breytt þeirri afstöðu. Öryggishagsmunum Íslands er betur borgið með því að landið reki sjálfstæða utanríkisstefnu með friðsamleg samskipti við aðrar þjóðir að leiðarljósi, en bindi ekki trúss sitt við mesta hernaðarveldi samtímans, Bandaríkin. Bjarni Harðarson, L-lista: Ég var einlægur herstöðvaandstæðingur og fagnaði mjög burtför hersins. Aftur á móti tel ég með sömu rökum og ég gaf hér fyrr algerlega óþarft að segja samningi þessum upp nú. Komi hins vegar upp árekstrar í samstarfi þjóðanna tel ég að ekki þurfi að útiloka uppsögn þessara samninga.

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …