BREYTA

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

skriftarambod3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum né styðja slíkan gjörning? Framsóknarflokkur: Væntanlegt stjórnlagaþing ætti að taka á þessu máli og þar kæmi vel til greina að binda hendur stjórnvalda þannig að dæmið með Íraksstríðið endurtaki sig ekki. Borgarahreyfingin (svar frá Birgittu Jónsdóttur varaformanni): Styðjum það heilshugar Samfylkingin: Slíkt kemur fyllilega til álita, enda er Atlantshafsbandalagið varnarbandalag og fer ekki með ófriði á hendur öðrum ríkjum. Vinstri græn: Stuðningur Íslands við árásarstríð Bandaríkjanna og Bretlands í Írak var skelfileg mistök og brýnt að tryggja að sú staða geti aldrei aftur komið upp að ráðherrar í ríkisstjórn geti upp á sitt einsdæmi gert Ísland að beinum eða óbeinum árásaraðila í stríði. Ákvæði um þetta efni í stjórnarskrá hljóta að koma til alvarlegrar athugunar þegar ráðist verður í endurskoðun hennar síðar á þessu ári.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …