BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

kosningarÍ aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Svör bárust frá fjórum framboðum. Frjálslyndi flokkurinn benti á stefnuskrá sína en sagðist ekki hafa tíma til að svara spurningunum. Engin viðbrögð bárust frá Sjálfstæðisflokki þrátt fyrir ítrekanir. Svörin við spurningalistanum hafa þegar birst í Dagfara, en verða sömuleiðis sett hér á Friðarvefinn á næstu dögum. 1. Spurning Hver er afstaða framboðsins til varnarsamnings Íslands og BNA? Er framboðið hlynnt því eða andvígt að samningnum verði sagt upp? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn er andvígur því að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 verði sagt upp. Varnarsamningurinn við Bandaríkin hefur þjónað tilgangi sínum í áranna rás og eru varnarskuldbindingar Bandaríkjanna, sem í samningnum felast, sérstaklega mikilvægar herlausri þjóð. Það er frumskylda stjórnvalda að gera ráðstafanir svo verja megi land og borgara þess gegn utanaðkomandi vá. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna gegnir þar veigamiklu hlutverki og með undirritun varnarsamkomulags milli ríkjanna í október á síðasta ári var gildi hans enn áréttað. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin Lifandi land er andvíg því að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin. Varnarsamningurinn hefur frá 1951 verið trygging fyrir öryggi Íslands á viðsjárverðum tímum og sannaði gildi sitt með öflugu eftirliti Bandaríkjamanna í lofthelgi Íslands á dögum kalda stríðsins. Gildi varnarsamningsins hefur ekki minnkað þótt að þörfin fyrir veru bandarískra herflugvéla hér á landi hafi lokið eftir fall Sovétríkjanna og lok kalda stríðsins og herstöðinni í Keflavík hafi verið lokað. Það er skylda íslenskra stjórnvalda að tryggja öryggi landsmanna og þótt að í augnablikinu séu ekki til staðar neinar áþreifanlegar ógnir frá hendi annars ríkis þá geta veður skipast fljótt á lofti. Svar Samfylkingarinnar: Við höfum ekki lagt til uppsögn varnarsamningsins. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafði það frá upphafi á stefnuskrá sinni að Ísland yrði herlaust land og engar herstöðvar skyldu leyfðar í landinu. Nú hefur það góðu heilli gerst að Bandaríkjaher er horfinn af landi brott. Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur rétt að kasta fyrir róða öllum leifum þess úrelta ástands sem grundvallaðist á svokölluðum „varnarsamningi" við Bandaríkin, og þá ekki síst plagginu sjálfu. Vera hersins á Íslandi jók aldrei á öryggi þess, heldur var hann þvert á móti skotmark, hvort heldur litið er til tímabilsins fyrir eða eftir 1990. Tilraunir ríkisstjórna síðustu 15 ára til að halda í herstöðina á Miðnesheiði og lengja lífdaga áðurnefnds samnings, voru Íslandi ekki til framdráttar og leiddu á endanum til eins dapurlegasta atburðar sem orðið hefur í utanríkismálum landsins frá lýðveldisstofnun, þ.e. stuðnings ríkisstjórnarinnar við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak.

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …