BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

no natoÍ aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. 1. Spurning Hver er afstaða framboðsins til veru Íslands í Nató eða öðrum hernaðarbandalögum? Er framboðið hlynnt eða andvígt úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn er hlynntur veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Bandalagið hefur stækkað ört á síðustu árum og tekið að sér verkefni sem stuðla að friði og öryggi. Framsóknarflokkurinn vill efla þátttöku Íslands í borgaralegum verkefnum á vegum bandalagsins, sem eru síst viðaminni en þau hernaðarlegu. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin - lifandi land er andvígt úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu. Aðild að alþjóðasamtökum sem tryggja frið og öryggi fyrir aðildarlönd er nauðsynleg smáríkjum. Aðild að Atlantshafsbandalaginu tryggir líkt og varnarsamningurinn við Bandaríkin öryggi landsins og gerir Íslandi kleyft að hafa rödd í varnarsamstarfi þjóða við norðanvert Atlantshaf. Þó er nauðsynlegt að Ísland sem aðildarríki sé í fararbroddi þeirra ríkja innan NATO sem vilja fara varlega í friðargæslu bandalagsins utan Evrópu og má þar nefna friðargæslu þess í Afganistan sem gæti reynst því skeinuhætt. Svar Samfylkingarinnar: Við erum hlynnt veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Vinstrihreyfingin – grænt framboð er eindregið fylgjandi úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) og hefur það á stefnuskrá sinni að Íslandi standi utan hvers kyns hernaðarbandalaga. Það er grundvallaratriði í hugmyndafræði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hernaðarbandalög ýti frekar undir ófrið og átök en að sporna gegn slíku. Mannkynssagan er vörðuð dæmum um slík bandalög sem mögnuðu upp spennu, leiddu til baráttu um áhrif utan bandalagsríkjanna sjálfra og ýttu undir vígbúnaðarkapphlaup af einhverjum toga. Þær kröfur sem NATO gerir nú til nýrra aðildarríkja í Mið- og Austur-Evrópu um útgjöld til vígvæðingar eru áhyggjuefni, bæði vegna áhrifanna á alþjóðastjórnmál og lífskjör íbúanna, sem glíma í sívaxandi mæli við fátækt og hafa víða ekki aðgang að grundvallarþjónustu í heilbrigðismálum. Þá verður ekki litið framhjá þeirri óheillavænlegu breytingu sem orðið hefur á eðli NATO frá því á dögum ógnarjafnvægisins sem ríkti fram um 1990. Það hefur í seinni tíð gengið fram sem árásargjarnt hernaðarbandalag, fyrst á Balkanskaga og síðan í Afganistan, þar sem það tók beinlínis við ábyrgð á hernaðinum af Bandaríkjastjórn. Hitt hefur því miður ekki breyst að NATO áskilur sér enn þann dag í dag rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði í átökum, og sýnir það kannski betur en flest annað hversu úrelt, óþarft og beinlínis hættulegt þetta hernaðarbandalag er – bæði sjálfu sér og öðrum.

Færslur

SHA_forsida_top

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 27. febrúar eins og áður hefur verið kynnt. Sérstakur …

SHA_forsida_top

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. febrúar n.k. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á fregnum sem borist hafa af árekstri tveggja kjarnorkukafbáta á Atlantshafi. …

SHA_forsida_top

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega …

SHA_forsida_top

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn …