BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

no natoÍ aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. 1. Spurning Hver er afstaða framboðsins til veru Íslands í Nató eða öðrum hernaðarbandalögum? Er framboðið hlynnt eða andvígt úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn er hlynntur veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Bandalagið hefur stækkað ört á síðustu árum og tekið að sér verkefni sem stuðla að friði og öryggi. Framsóknarflokkurinn vill efla þátttöku Íslands í borgaralegum verkefnum á vegum bandalagsins, sem eru síst viðaminni en þau hernaðarlegu. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin - lifandi land er andvígt úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu. Aðild að alþjóðasamtökum sem tryggja frið og öryggi fyrir aðildarlönd er nauðsynleg smáríkjum. Aðild að Atlantshafsbandalaginu tryggir líkt og varnarsamningurinn við Bandaríkin öryggi landsins og gerir Íslandi kleyft að hafa rödd í varnarsamstarfi þjóða við norðanvert Atlantshaf. Þó er nauðsynlegt að Ísland sem aðildarríki sé í fararbroddi þeirra ríkja innan NATO sem vilja fara varlega í friðargæslu bandalagsins utan Evrópu og má þar nefna friðargæslu þess í Afganistan sem gæti reynst því skeinuhætt. Svar Samfylkingarinnar: Við erum hlynnt veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Vinstrihreyfingin – grænt framboð er eindregið fylgjandi úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) og hefur það á stefnuskrá sinni að Íslandi standi utan hvers kyns hernaðarbandalaga. Það er grundvallaratriði í hugmyndafræði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hernaðarbandalög ýti frekar undir ófrið og átök en að sporna gegn slíku. Mannkynssagan er vörðuð dæmum um slík bandalög sem mögnuðu upp spennu, leiddu til baráttu um áhrif utan bandalagsríkjanna sjálfra og ýttu undir vígbúnaðarkapphlaup af einhverjum toga. Þær kröfur sem NATO gerir nú til nýrra aðildarríkja í Mið- og Austur-Evrópu um útgjöld til vígvæðingar eru áhyggjuefni, bæði vegna áhrifanna á alþjóðastjórnmál og lífskjör íbúanna, sem glíma í sívaxandi mæli við fátækt og hafa víða ekki aðgang að grundvallarþjónustu í heilbrigðismálum. Þá verður ekki litið framhjá þeirri óheillavænlegu breytingu sem orðið hefur á eðli NATO frá því á dögum ógnarjafnvægisins sem ríkti fram um 1990. Það hefur í seinni tíð gengið fram sem árásargjarnt hernaðarbandalag, fyrst á Balkanskaga og síðan í Afganistan, þar sem það tók beinlínis við ábyrgð á hernaðinum af Bandaríkjastjórn. Hitt hefur því miður ekki breyst að NATO áskilur sér enn þann dag í dag rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði í átökum, og sýnir það kannski betur en flest annað hversu úrelt, óþarft og beinlínis hættulegt þetta hernaðarbandalag er – bæði sjálfu sér og öðrum.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur verða að venju haldnar á Þorláksmessu á þremur stöðum á landinu. Athugið að tímasetningar …

SHA_forsida_top

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru notaðar í hernaði. Upp …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður

Nú er komið að árvissum fullveldisfögnuði og jólahlaðborði SHA. Hann varður haldinn föstudaginn 29. nóvember …

SHA_forsida_top

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson sagnfræðingur lést í Reykjavík á dögunum, rétt rúmlega áttræður að aldri. Hann var …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi fös. 25. okt. Kokkurinn er að þessu sinni fyrrum …

SHA_forsida_top

Septembermálsverður

Septembermálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson …

SHA_forsida_top

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni …

SHA_forsida_top

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram …

SHA_forsida_top

Um samtökin

Um samtökin

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á …

SHA_forsida_top

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga gagnrýnirharðlega aukna ásælni Bandaríkjastjórnar í umsvif …

SHA_forsida_top

Maímálsverður í Friðarhúsi

Maímálsverður í Friðarhúsi

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. …

SHA_forsida_top

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Hjálmtýr Heiðdal er höfundur nýútkominnar bókar, Íslandsstræti í Jerúsalem. Hann heldur fyrirlestur fyrir SHA um …

SHA_forsida_top

Hundraðasti málsverðurinn!

Hundraðasti málsverðurinn!

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl …

SHA_forsida_top

Ísland úr NATO

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að …