BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. 3. Spurning Er framboðið hlynnt eða andvígt hugmyndum um stofnun svokallaðs "varaliðs" lögreglunnar? Telur framboðið að þörf sé á að koma upp íslenskri leyniþjónustu? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn er hlynntur því að efla borgaralegar stofnanir á sviði öryggismála á Íslandi, þ.m.t. lögregluna. Því styður Framsóknarflokkurinn hugmyndir um varalið lögreglu, enda sé hún algerlega borgaraleg í eðli sínu og hafi sömu lagaheimildir og almennt lögreglulið þessa lands. Framsóknarflokkurinn telur ekki þörf á leyniþjónustu að erlendri fyrirmynd, en er sammála þeim sjónarmiðum að efla þurfi greiningargetu borgaralegra stofnana landsins, m.a. í því skyni að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi svo sem mansali og fíkniefnainnflutningi. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin- lifandi land telur hugmyndir um varalið lögreglunnar óþarfar. Ekki er þörf á svoleiðis liði og björgunarsveitir landsins hafa t.a.m. verið lögreglu ómetanlegar í náttúruhamförum og við stóra viðburði. Eins er sérsveit ríkislögreglustjóra fullfær um að höndla vá sem gæti hlotist af hryðjuverkum. Ekki er heldur þörf á að koma upp leyniþjónustu. Deildir ríkislögreglustjóra hafa á að skipa hæfu starfsfólki, samstarf embættisins við erlendar lögreglustofnanir er mjög gott og upplýsingaflæði um glæpi og hryðjuverk mikið. Svar Samfylkingarinnar: Við sjáum hvorki þörf á varalögreglu né leyniþjónustu á Íslandi og teljum að peningum væri betur varið til að styrkja almenna löggæslu. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Það er ómótmælanleg staðreynd að fjárframlög til hefðbundinna löggæslustarfa eru af skornum skammti eins og sést líklega best á tilraunum til að nota pappamyndir í stað lögregluþjóna í umferðinni, þar sem ekki myndi veita af raunverulegum mannskap til að auka öryggi fólks og afstýra slysum. Ef meiningin væri að bæta möguleika lögreglunnar til að sinna sínum störfum í þágu almennings, þar á meðal með fjölmennara starfsliði, væri einfalt mál að láta henni í té þá peninga sem til þarf. Þau verkefni sem nefnd hafa verið sem hugsanleg viðfangsefni slíks „varaliðs" benda hins vegar til þess að hugmyndin snúist í raun ekki um lögreglu í venjulegum skilningi þess orðs. Hlutir á borð við það að gæta „mikilvægra mannvirkja" eða verja þau fyrir óskilgreindum óvinum, gæta öryggis tiginna gesta frá öðrum ríkjum og bregðast við því sem í daglegu tali er kallað óeirðir, sýnir það glöggt þótt stundum sé reynt að fela það með orðskrípinu „innra öryggi" í stjórnmálaumræðum. Því miður er ástæða til að ætla að þarna sé á ferðinni tilraun til að stíga nýtt skref í átt til þess að hér á landi verði til staðar sérþjálfað lið sem gegnt geti þeim störfum sem víða erlendis eru falin her eða þjóðvarðliði. Sem betur fer þá er ekkert sem kallar á stofnun slíkra sérsveita en hættan er sú að þeim yrðu fundin verkefni, eins og oft vill verða þegar miklum fjármunum hefur verið varið í uppbyggingu og þjálfun liðsafla af þessu tagi. Sama máli gegnir um leyniþjónustustarfsemi af einhverjum toga. Vinstrihreyfingin – grænt framboð sér engin rök fyrir því að koma á fót „varaliði" eða sérstakri leyniþjónustu á Íslandi og hafnar því slíkum hugmyndum. Borgaraleg lögregla, sem starfar fyrir opnum tjöldum í þágu almennings en ekki með leynd að því að verja hagsmuni valdhafa, er ótvírætt besti kosturinn sem við eigum völ á í þessum efnum.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. …

SHA_forsida_top

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Á Þorláksmessu var gengið til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík í þrítugasta sinn. Þar flutti …

SHA_forsida_top

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. …

SHA_forsida_top

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Kongen og de to smedene

Kongen og de to smedene

Norski fræðimaðurinn Fredrik Heffermehl hefur skrifað talsvert um störf norsku Nóbelsnefndarinnar á liðnum áratugum og …

SHA_forsida_top

Obama og friðarverðlaunin

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að …

SHA_forsida_top

Engar herstöðvar suður með sjó

Engar herstöðvar suður með sjó

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki: Landsráðstefna SHA …

SHA_forsida_top

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um málefni Varnarmálastofnunnar: Landsráðstefna …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Fundur um Wiki-leaks

Fundur um Wiki-leaks

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.