BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. 3. Spurning Er framboðið hlynnt eða andvígt hugmyndum um stofnun svokallaðs "varaliðs" lögreglunnar? Telur framboðið að þörf sé á að koma upp íslenskri leyniþjónustu? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn er hlynntur því að efla borgaralegar stofnanir á sviði öryggismála á Íslandi, þ.m.t. lögregluna. Því styður Framsóknarflokkurinn hugmyndir um varalið lögreglu, enda sé hún algerlega borgaraleg í eðli sínu og hafi sömu lagaheimildir og almennt lögreglulið þessa lands. Framsóknarflokkurinn telur ekki þörf á leyniþjónustu að erlendri fyrirmynd, en er sammála þeim sjónarmiðum að efla þurfi greiningargetu borgaralegra stofnana landsins, m.a. í því skyni að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi svo sem mansali og fíkniefnainnflutningi. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin- lifandi land telur hugmyndir um varalið lögreglunnar óþarfar. Ekki er þörf á svoleiðis liði og björgunarsveitir landsins hafa t.a.m. verið lögreglu ómetanlegar í náttúruhamförum og við stóra viðburði. Eins er sérsveit ríkislögreglustjóra fullfær um að höndla vá sem gæti hlotist af hryðjuverkum. Ekki er heldur þörf á að koma upp leyniþjónustu. Deildir ríkislögreglustjóra hafa á að skipa hæfu starfsfólki, samstarf embættisins við erlendar lögreglustofnanir er mjög gott og upplýsingaflæði um glæpi og hryðjuverk mikið. Svar Samfylkingarinnar: Við sjáum hvorki þörf á varalögreglu né leyniþjónustu á Íslandi og teljum að peningum væri betur varið til að styrkja almenna löggæslu. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Það er ómótmælanleg staðreynd að fjárframlög til hefðbundinna löggæslustarfa eru af skornum skammti eins og sést líklega best á tilraunum til að nota pappamyndir í stað lögregluþjóna í umferðinni, þar sem ekki myndi veita af raunverulegum mannskap til að auka öryggi fólks og afstýra slysum. Ef meiningin væri að bæta möguleika lögreglunnar til að sinna sínum störfum í þágu almennings, þar á meðal með fjölmennara starfsliði, væri einfalt mál að láta henni í té þá peninga sem til þarf. Þau verkefni sem nefnd hafa verið sem hugsanleg viðfangsefni slíks „varaliðs" benda hins vegar til þess að hugmyndin snúist í raun ekki um lögreglu í venjulegum skilningi þess orðs. Hlutir á borð við það að gæta „mikilvægra mannvirkja" eða verja þau fyrir óskilgreindum óvinum, gæta öryggis tiginna gesta frá öðrum ríkjum og bregðast við því sem í daglegu tali er kallað óeirðir, sýnir það glöggt þótt stundum sé reynt að fela það með orðskrípinu „innra öryggi" í stjórnmálaumræðum. Því miður er ástæða til að ætla að þarna sé á ferðinni tilraun til að stíga nýtt skref í átt til þess að hér á landi verði til staðar sérþjálfað lið sem gegnt geti þeim störfum sem víða erlendis eru falin her eða þjóðvarðliði. Sem betur fer þá er ekkert sem kallar á stofnun slíkra sérsveita en hættan er sú að þeim yrðu fundin verkefni, eins og oft vill verða þegar miklum fjármunum hefur verið varið í uppbyggingu og þjálfun liðsafla af þessu tagi. Sama máli gegnir um leyniþjónustustarfsemi af einhverjum toga. Vinstrihreyfingin – grænt framboð sér engin rök fyrir því að koma á fót „varaliði" eða sérstakri leyniþjónustu á Íslandi og hafnar því slíkum hugmyndum. Borgaraleg lögregla, sem starfar fyrir opnum tjöldum í þágu almennings en ekki með leynd að því að verja hagsmuni valdhafa, er ótvírætt besti kosturinn sem við eigum völ á í þessum efnum.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur verða að venju haldnar á Þorláksmessu á þremur stöðum á landinu. Athugið að tímasetningar …

SHA_forsida_top

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru notaðar í hernaði. Upp …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður

Nú er komið að árvissum fullveldisfögnuði og jólahlaðborði SHA. Hann varður haldinn föstudaginn 29. nóvember …

SHA_forsida_top

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson sagnfræðingur lést í Reykjavík á dögunum, rétt rúmlega áttræður að aldri. Hann var …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi fös. 25. okt. Kokkurinn er að þessu sinni fyrrum …

SHA_forsida_top

Septembermálsverður

Septembermálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson …

SHA_forsida_top

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni …

SHA_forsida_top

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram …

SHA_forsida_top

Um samtökin

Um samtökin

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á …

SHA_forsida_top

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga gagnrýnirharðlega aukna ásælni Bandaríkjastjórnar í umsvif …

SHA_forsida_top

Maímálsverður í Friðarhúsi

Maímálsverður í Friðarhúsi

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. …

SHA_forsida_top

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Hjálmtýr Heiðdal er höfundur nýútkominnar bókar, Íslandsstræti í Jerúsalem. Hann heldur fyrirlestur fyrir SHA um …

SHA_forsida_top

Hundraðasti málsverðurinn!

Hundraðasti málsverðurinn!

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl …

SHA_forsida_top

Ísland úr NATO

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að …