BREYTA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til öryggis- og friðarmála. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. 4. Spurning Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum gagnrýnt tilburði til hermennsku sem birst hafa m.a. í störfum lögreglu, landhelgisgæslu og Íslensku friðargæslunnar? Hver er afstaða framboðsins til þessara mála? Svar Framsóknarflokksins (Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknar, svaraði fyrir hönd flokksins): Framsóknarflokkurinn styður uppbyggingu lögreglu og landhelgisgæslu í borgaralegum störfum sínum í þágu öryggis. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn beitt sér fyrir því að skipa- og flugfloti Landhelgisgæslu Íslands sé styrktur og lögreglumönnum á götum úti fjölgað. Í því felast ekki hernaðarlegir tilburðir. Framsóknarflokkurinn hefur ennfremur verið í fararbroddi fyrir breyttum áherslum Íslensku friðargæslunnar sem tekur einungis að sér borgaraleg verkefni þar sem sérþekking og reynsla Íslendinga kemur að sem bestum notum, jafnt fyrir konur og karla. Svar Íslandshreyfingarinnar: Íslandshreyfingin- lifandi land er hlynnt því að lögregla, landhelgisgæsla og friðargæsla á Íslandi sýni skýrt í störfum sínum að þar fari ekki herlið heldur borgaralegir starfsmenn. Allir hermennskutilburðir í störfum þessara þjóna almennings og friðar eru óþarfir og til þess fallnir að draga úr trúverðugleika Íslands sem herlauss lands og talsmanns friðar og réttlætis á alþjóðavettvangi. Svar Samfylkingarinnar: Við álítum að herleysi og vopnlaus lögregla séu mikilvæg sérstaða Íslands, og á Alþingi höfum við lagt fram og stutt tillögum um að alþjóðlegt hjálparstarf Íslendinga beinist eingöngu að borgaralegu hjálparstarfi þar sem við höfum reynslu og sterkar hefðir. Svar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: Það er mat Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að þarna sé um að ræða mikla afturför og um margt grein af sama meiði og rætt var um í svarinu hér næst á undan. Þáttur einnar stofnunar, sem nefnd hefur verið Íslenska friðargæslan, verðskuldar sérstaka umfjöllun enda hefur hún það í för með sér að íslenskir ríkisborgarar hljóta herþjálfun á erlendri grundu og sinna verkefnum sem eiga í reynd ekkert skylt við friðargæslu, samanber þátttöku Íslands í starfsemi NATO í Afganistan. Þar hefur NATO tekið við af Bandaríkjaher, eins og áður sagði, og stendur í stríði við stuðningsmenn fyrrverandi valdhafa í landinu. Sama lið getur eðli málsins samkvæmt ekki staðið í bardögum og sinnt friðargæslu. Allt tal um friðargæslu á vegum NATO í Afganistan er því í besta falli markleysa en í versta falli viðleitni til að breiða yfir þátttöku íslenskra stjórnvalda í starfsemi hernámsliðsins þar í landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Rjúfum 200 hluthafa múrinn!

Rjúfum 200 hluthafa múrinn!

Einkahlutafélagið Friðarhús SHA var stofnað 30. mars 2004 með kaup á húsnæði fyrir starfsemi SHA …

SHA_forsida_top

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network For The Aboliton Of Foreign Military Bases - No Bases …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA var haldinn fimmtudaginn 30. nóvember. Rætt var um landsráðstefnu SHA og niðurstöðu …

SHA_forsida_top

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

Eins og kynnt hefur verið hér á Friðarvefnum fóru SHA fram á lögbann við för …

SHA_forsida_top

Styðjum baráttu fatlaðra í Palestínu. Gegn hernámi – fyrir réttindum og reisn

Styðjum baráttu fatlaðra í Palestínu. Gegn hernámi – fyrir réttindum og reisn

Í kvöld, miðvikudag, verður haldinn á Hótel Borg fundur í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA verður haldinn n.k. fimmtudag í Barnaskólanum á Brekkunni ("Rósenborg") kl. 20. Í …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa slegið í gegn og að þessu sinni verður efnt til veislu á …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfsnefnd friðarhreyfinga fundar kl. 20 í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Lærum af sögunni

Lærum af sögunni

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um hernaðarsamstarf við Norðmenn: Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla …

SHA_forsida_top

Segjum upp herstöðvasamningnum

Segjum upp herstöðvasamningnum

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um uppsögn herstöðvasamningsins: Engum sem fylgst hefur …

SHA_forsida_top

Uppgjöri fagnað

Uppgjöri fagnað

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006: Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fagnar því uppgjöri sem …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Nýtt nafn - sömu góðu samtökin

Nýtt nafn - sömu góðu samtökin

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, sunnudag. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum …

SHA_forsida_top

Breytt tímasetning málsverðar

Breytt tímasetning málsverðar

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa verið síðasta eða næstsíðasta föstudag í mánuði, en vakin er athygli á …