BREYTA

Hvers vegna?

bear-d Í þessari grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2006, hrekur Vigfús Geirdal staðhæfingar ritstjóra Morgunblaðsins um að Íslendingum hafi stafað ógn af sovéskum flugvélum, kafbátum og njósnaduflum á dögum kalda stríðsins „HVERS vegna voru risastórar sovézkar sprengiflugvélar stöðugt á ferð í kringum Ísland, nánast í hverri viku? Hvers vegna voru sovézkir kafbátar allt í kringum landið? Hvers vegna fundust sovézk njósnadufl hér og þar í fjörum á Íslandi?“ Þessum þremur spurningum er varpað fram í athyglisverðum leiðara Morgunblaðsins þriðjudaginn 22. maí sl. Svarið liggur í augum uppi að mati leiðarahöfundar. Spurningunum er í raun ætlað að birta í hnotskurn ógnina sem Íslendingum stafaði á sínum tíma af Sovétríkjunum. Öllum á að vera ljóst að vegna þessarar ógnar var nauðsynlegt að hafa hér bandarískt varnarlið í hartnær hálfa öld. Og vegna hennar var það réttlætanlegt að hlera síma þeirra „sem vildu að Ísland yrði skilið eftir varnarlaust í þeim hörðu átökum“ sem áttu sér stað á tímum kalda stríðsins. Það eru auðvitað staðreyndir að sovéskar herflugvélar áttu árum saman reglulega leið hjá, eða jafnvel um íslenska lofthelgi. Sovéskir kafbátar fóru um sundin milli Grænlands og Íslands og Skotlands til að komast út á Atlantshaf. Og það er alkunna að þessir kafbátar drógu oft langa kapla með hlustunarduflum til að reyna að hlera ferðir bandarískra kafbáta. En stundum er hægt að setja staðreyndir fram með þeim hætti að úr verður afskræming á sannleikanum. Og það gerir leiðarahöfundur Morgunblaðsins hér, hvort sem hann gerir það af vanþekkingu eða vitandi vits. Þegar grannt er skoðað er engin þessara umræddu staðreynda vísbending um ógnun sem sérstaklega er beint að Íslandi. Herflugvélarnar sem um ræðir voru vissulega þess konar vélar sem kallaðar voru á Vesturlöndum „Björninn“, þ.e. í grunninn sams konar vélar og langdrægar sprengiflugvélar Sovétmanna. Langflestar vélarnar, sem orustuþotur varnarliðsins í Keflavík flugu í veg fyrir, voru hins vegar svokallaðar "Björninn D", könnunar- og kafbátaleitarvélar, á leið til eða frá Kúbu og reyndar afar berskjölduð skotmörk. Þetta voru með öðrum orðum ekki sprengiflugvélar sem beint var að Íslandi. Kafbátar þeir sem einkum áttu leið hjá Íslandi voru svokallaðir árásarkafbátar, þ.e. kafbátar sem ætlað var svipað hlutverk og þýskum kafbátum í síðari heimsstyrjöld. Þetta voru skip hönnuð til átaka við bandaríska kafbáta, flugmóðurskipaflota og flutningaskipalestir á stríðstímum. Þessir kafbátar voru sannarlega hluti af þeirri ógn sem mannkyninu stafaði af átökum risaveldanna í kalda stríðinu en þessir bátar báru engan þann vígbúnað sem stefnt var sérstaklega að Íslandi. Síst af öllu eru kafbátar til þess fallnir að flytja landgöngulið til að gera innrás í landið (ef það er það sem leiðarahöfundur Mbl. ætlar lesendum sínum að trúa). Njósnaduflin sem fundust „hér og þar í fjörum á Íslandi“ (fundust ekki jafnvel einhver við Kleifarvatn?) voru jafnvel enn minni „ógn“ við íslenskt þjóðaröryggi en þeir Ragnar Arnalds og Kjartan Ólafsson eftir að þau hafði rekið á fjörur hér við land. Þessi dufl höfðu eingöngu það hlutverk að hlera ferðir kafbáta og það má jafnvel draga í efa gagnsemi þeirra á því sviði, ef haft er í huga að bandarískir kafbátaforingjar hældu sér iðulega af því að hafa siglt bátum sínum undir sovéskum kafbátum inn á hafnir á Kolaskaga án þess að þeirra yrði vart. Það er dálítið kaldhæðnislegt að þessar sovésku „sprengiflugvélar“, kafbátar og „njósnadufl“ afhjúpa fyrst og fremst veikleika sovésku hernaðarvélarinnar í samanburði við þá bandarísku á dögum kalda stríðsins. Það hefði verið meiri ástæða til að óttast ef stjórn-, eftirlits- og njósnabúnaður Bandaríkjahers hefði ekki nær öllum stundum vitað hvar þessi stríðstól Sovétríkjanna voru hverju sinni. Mikilvægasta staðreynd þessa máls er sú að Bandaríkjaher taldi Íslandi ekki stafa meiri ógn af Sovétríkjunum en svo að hann hafði aldrei nokkurn tíma neinn viðbúnað hér á landi til að verjast hugsanlegri innrás þeirra. Báðum aðilum var fullkomlega ljóst að Sovétríkin höfðu aldrei hernaðarlegar forsendur til að hernema Ísland og halda landinu. Mynd: www.fas.org/nuke/guide/russia/bomber/tu-95.htm

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató! Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna …

SHA_forsida_top

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Í Dagfara síðasta haust var fjallað um viðveru B-2 sprengjuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður

Marsmálsverður

Fjáröflunarmálsverðir SHA eru komnir á fulla ferð eftir Covid-truflanir síðustu missera. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í morgun og gæti …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Fjáröflunarmálsverður SHA er snúinn aftur nú þegar aðstæður leyfa. Miðnefndarmeðlimirnir Þorvaldur og Lóa sjá …

SHA_forsida_top

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Friðvikudagar eru aftur komnir af stað með hækkandi sól. Daglega berast fréttir af …

SHA_forsida_top

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Frá árinu 1980 hafa andstæðingar stríðs og vígbúnaðar efnt til friðargöngu á Þorláksmessu. Þar hefur …

SHA_forsida_top

Bréf til þingheims

Bréf til þingheims

Eftirfarandi bréf var sent á nýkjörna þingmenn í desember til að kynna okkar málstað: …

SHA_forsida_top

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Kæri hernaðarandstæðingur Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú …

SHA_forsida_top

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði …

SHA_forsida_top

Lærdómurinn af Hiroshima

Lærdómurinn af Hiroshima

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8. nóvember þar sem hann veltir því …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Miðnefnd SHA samþykkti í byrjun mánaðar að senda eftirfarandi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið vegna B-2 sprengjuþota …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður snýr aftur

Friðarmálsverður snýr aftur

Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið …

SHA_forsida_top

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn …