BREYTA

Hvers vegna?

bear-d Í þessari grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2006, hrekur Vigfús Geirdal staðhæfingar ritstjóra Morgunblaðsins um að Íslendingum hafi stafað ógn af sovéskum flugvélum, kafbátum og njósnaduflum á dögum kalda stríðsins „HVERS vegna voru risastórar sovézkar sprengiflugvélar stöðugt á ferð í kringum Ísland, nánast í hverri viku? Hvers vegna voru sovézkir kafbátar allt í kringum landið? Hvers vegna fundust sovézk njósnadufl hér og þar í fjörum á Íslandi?“ Þessum þremur spurningum er varpað fram í athyglisverðum leiðara Morgunblaðsins þriðjudaginn 22. maí sl. Svarið liggur í augum uppi að mati leiðarahöfundar. Spurningunum er í raun ætlað að birta í hnotskurn ógnina sem Íslendingum stafaði á sínum tíma af Sovétríkjunum. Öllum á að vera ljóst að vegna þessarar ógnar var nauðsynlegt að hafa hér bandarískt varnarlið í hartnær hálfa öld. Og vegna hennar var það réttlætanlegt að hlera síma þeirra „sem vildu að Ísland yrði skilið eftir varnarlaust í þeim hörðu átökum“ sem áttu sér stað á tímum kalda stríðsins. Það eru auðvitað staðreyndir að sovéskar herflugvélar áttu árum saman reglulega leið hjá, eða jafnvel um íslenska lofthelgi. Sovéskir kafbátar fóru um sundin milli Grænlands og Íslands og Skotlands til að komast út á Atlantshaf. Og það er alkunna að þessir kafbátar drógu oft langa kapla með hlustunarduflum til að reyna að hlera ferðir bandarískra kafbáta. En stundum er hægt að setja staðreyndir fram með þeim hætti að úr verður afskræming á sannleikanum. Og það gerir leiðarahöfundur Morgunblaðsins hér, hvort sem hann gerir það af vanþekkingu eða vitandi vits. Þegar grannt er skoðað er engin þessara umræddu staðreynda vísbending um ógnun sem sérstaklega er beint að Íslandi. Herflugvélarnar sem um ræðir voru vissulega þess konar vélar sem kallaðar voru á Vesturlöndum „Björninn“, þ.e. í grunninn sams konar vélar og langdrægar sprengiflugvélar Sovétmanna. Langflestar vélarnar, sem orustuþotur varnarliðsins í Keflavík flugu í veg fyrir, voru hins vegar svokallaðar "Björninn D", könnunar- og kafbátaleitarvélar, á leið til eða frá Kúbu og reyndar afar berskjölduð skotmörk. Þetta voru með öðrum orðum ekki sprengiflugvélar sem beint var að Íslandi. Kafbátar þeir sem einkum áttu leið hjá Íslandi voru svokallaðir árásarkafbátar, þ.e. kafbátar sem ætlað var svipað hlutverk og þýskum kafbátum í síðari heimsstyrjöld. Þetta voru skip hönnuð til átaka við bandaríska kafbáta, flugmóðurskipaflota og flutningaskipalestir á stríðstímum. Þessir kafbátar voru sannarlega hluti af þeirri ógn sem mannkyninu stafaði af átökum risaveldanna í kalda stríðinu en þessir bátar báru engan þann vígbúnað sem stefnt var sérstaklega að Íslandi. Síst af öllu eru kafbátar til þess fallnir að flytja landgöngulið til að gera innrás í landið (ef það er það sem leiðarahöfundur Mbl. ætlar lesendum sínum að trúa). Njósnaduflin sem fundust „hér og þar í fjörum á Íslandi“ (fundust ekki jafnvel einhver við Kleifarvatn?) voru jafnvel enn minni „ógn“ við íslenskt þjóðaröryggi en þeir Ragnar Arnalds og Kjartan Ólafsson eftir að þau hafði rekið á fjörur hér við land. Þessi dufl höfðu eingöngu það hlutverk að hlera ferðir kafbáta og það má jafnvel draga í efa gagnsemi þeirra á því sviði, ef haft er í huga að bandarískir kafbátaforingjar hældu sér iðulega af því að hafa siglt bátum sínum undir sovéskum kafbátum inn á hafnir á Kolaskaga án þess að þeirra yrði vart. Það er dálítið kaldhæðnislegt að þessar sovésku „sprengiflugvélar“, kafbátar og „njósnadufl“ afhjúpa fyrst og fremst veikleika sovésku hernaðarvélarinnar í samanburði við þá bandarísku á dögum kalda stríðsins. Það hefði verið meiri ástæða til að óttast ef stjórn-, eftirlits- og njósnabúnaður Bandaríkjahers hefði ekki nær öllum stundum vitað hvar þessi stríðstól Sovétríkjanna voru hverju sinni. Mikilvægasta staðreynd þessa máls er sú að Bandaríkjaher taldi Íslandi ekki stafa meiri ógn af Sovétríkjunum en svo að hann hafði aldrei nokkurn tíma neinn viðbúnað hér á landi til að verjast hugsanlegri innrás þeirra. Báðum aðilum var fullkomlega ljóst að Sovétríkin höfðu aldrei hernaðarlegar forsendur til að hernema Ísland og halda landinu. Mynd: www.fas.org/nuke/guide/russia/bomber/tu-95.htm

Færslur

SHA_forsida_top

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, …

SHA_forsida_top

Úlfshamir og sauðagærur

Úlfshamir og sauðagærur

Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11.

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

Ritstjórnargrein Herstöðvaandstæðingar hafa löngum látið mikið á sér bera í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi stendur yfir pottunum á fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí 2006 Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30 Stefna – félag vinstri manna heldur …

SHA_forsida_top

Upplausn bandamannaraka

Upplausn bandamannaraka

eftir Hugin Frey Þorsteinsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2006 Síðastliðin 60 …

SHA_forsida_top

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Laugardaginn 29. apríl verður fjöldaganga og útifundur í New York fyrir friði, réttlæti og lýðræði. …

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið 1. maí

Munið morgunkaffið 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Málsverður og morgunkaffi

Málsverður og morgunkaffi

Föstudagskvöldið 28. apríl verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sér um eldamennsku. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar til að undirbúa aðalfund.

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Í dag, 26. apríl, setjast fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar aftur niður með fulltrúum frá Bandaríkjunum til …

SHA_forsida_top

Spjallfundur um komandi haust

Spjallfundur um komandi haust

Almennur félagsfundur SHA til að ræða verkefni haustsins. Er herinn á förum? Hvernig er best …

SHA_forsida_top

Á döfinni

Á döfinni

Það er margt á seyði hjá SHA næstu vikuna, þótt sumarið sé komið smkv. dagatalinu. …