BREYTA

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

folkvord erling2 Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist í norska dagblaðinu Dagbladet 26. apríl 2007 í tilefni af utanríkisráðherrafundi NATO, sem var haldinn þar dagana 26.-27. apríl. Af þessari grein Folkvords sést berlega hversu nauðsynlegt er að segja skilið við NATO. Jafnvel þótt hér verði mynduð rauðgræn ríkisstjórn eftir kosningar, þá verður hún samábyrg vegna stríðsaðgerða og glæpaverka NATO svo lengi sem hún gengst ekki fyrir úrsögn Íslands úr NATO. Þegar rauðgrænu utanríkis- og varnarmálaráðherrarnir okkar hitta nú sína stríðandi kollega í Osló eru liðin átta ár síðan NATO fór fyrst í stríð sem NATO. NATO-ráðið, sem nú er samankomið á Oslo Plaza, kom saman vorið 1999 meðan sprengjurnar eyðilögðu Radio Belgrad. Á þeim fundi samþykkti það nýja hernaðaráætlun sem markaði endalok NATO sem varnarbandalags. Í 24. grein samþykktarinnar segir að ekki aðeins „hryðjuverk, skemmdarverk og skipulagðir glæpir“ geti ógnað NATO-löndunum heldur einnig „stöðvun mikilvægra forðaflutninga“. Ráðherrarnir hafa ekki sagt opinberlega hverskonar forðaflutningar geti orðið til þess að NATO fari í stríð. Árið 1999 tók NATO sér stöðu sem hernaðarleg heimslögga. Samkvæmt hernaðaráætluninni á NATO að geta brugðist hernðarlega við slíkum ógnunum ekki bara „í og kringum Evró-Atlantshafssvæðið“ heldur líka „á öðrum heimssvæðum“. Í 59. grein segir að NATO eigi að vera til þess fært að hefja hernaðaraðgerðir á svæðum „þar sem búast megi við litlum eða engum stuðningi frá heimamönnum“. Herliðið þurfi að „geta varið sérhvert svæði, sem er ógnað, og sett upp fjölþjóðlegt lið þegar og þar sem það er nauðsynlegt“. Með venjulegu orðalagi: Norskir hermenn eiga að taka þátt í árásarstríði og hernámi. Þeir sem á fimmta áratug síðustu aldar stóðu að slíkum aðgerðum í Noregi kölluðu sig Wehrmacht, varnarafl. Þrátt fyrir þetta fína orð höfðu þeir „lítinn eða engan stuðning frá heimamönnum“. Stuttu eftir að NATO og Noregur unnu stríð gegn Júgóslavíu árið 1999 lagði ríkisstjórn Kjell Bondeviks fram skýrslu til Stórþingsins, „Aðlögun norska hersins að þátttöku í alþjóðlegum aðgerðum“. Skýrsla til Stórþingsins nr. 38 (1998-99) var lögð fram af ríkisstjórn Bondeviks 4. júní 1999. Skilaboðin voru skýr: Noregur skyldi búa sig undir að taka þátt í fleiri stríðsaðgerðum utan gamla NATO-svæðisins. Jens Stoltenberg, sem varð forsætisráðherra áður en Stórþingið tók þessa skýrslu til umræðu, studdi þessar stríðsáætlanir. (Jens Stoltenberg er formaður Norska verkamannaflokksins, sem hefur verið í ríkisstjórn með Sósíalíska vinstriflokknum og Miðflokknum síðan í september 2005, en ríkti sem minnihlutastjórn frá mars 2000 til október 2001 – aths. þýð.) Þegar NATO-ráðið ákvað í október 2001 að styðja árás Bandaríkjanna á Afganistan, sem stríddi gegn þjóðarrétti, sagði forsætisráðherrann: „Þetta er söguleg ákvörðun sem undirstrikar hinn sterka samhug í NATO. (...) Í fyrsta sinn tekur NATO ákvörðun á grundvelli þess sem er sjálfur kjarninn í bandalaginu, að líta skuli á árás á eitt land sem árás á þau öll.“ (Yfirlýsing Stoltenbergs í fréttatilkynningu 182/2001 frá skrifstofu forsætisráðherra 4. október 2001. Hvorki Bondevik né Stoltenberg hafa getað andmælt með rökum hinni hárréttu fullyrðingu Ståle Eskelands lagaprófessors um að „það lá ekki fyrir nein heimild frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um árásina á Afganistan“. (Fyrirlestur Ståle Eskelands í Oslo Militære Samfund 6. október 2003). Norskir ráðherrar eru ekki uppteknir af því hvort formsatriðum Sameinuðu þjóðanna er fullnægt áður eða eftir að þeir fara í stríð. Þeir fylgja stríðsáætlunum NATO og hinir rauðgrænu senda norskar sérsveitir til þess sem Kristin Halvorsen (fjármálaráðherra og formaður Sósíalíska vinstriflokksins – aths. þýð.) kallar „vörn Kabúl“. Statoil (norska olíufyrirtækið sem er að mestu í ríkiseigu, stærsta fyrirtæki Noregs – aths. þýð.) hefur fjárfest mikið í „lífsnauðsynlegum auðlindum“ í Aserbaídsjan. Gróðinn er himinhár. Svo lengi sem hin spillta Alijev-ætt hefur völdin í landinu gengur allt vel hjá Statoil og Noregi. En svo spillt ríkisstjórn er ekki örugg í svo fátæku landi. Að því gæti komið að völdin í Aserbaídsjan falli í hendur ríkisstjórnar sem vill byggja upp sitt eigið land í staðinn fyrir gróða vestrænna olíufélaga. Gerist það, þá gæti ein af næstu stríðsaðgerðum NATO falist í að hindra „stöðvun mikilvægra forðaflutninga“ frá olíulindum Statoil og BP undir Kaspíahafinu. Einar Ólafsson þýddi

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …