BREYTA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf hefur lent í mörgum stóráföllum á undanförnum mánuðum, jarðfræðingar fylgjast með kvikusöfnun í mörgum af helstu eldstöðvum landsins og nú síðast hefur verið tilkynnt að von sé á aðalritara Nató, Anders Fogh Rasmussen til landsins í vikunni. Allt eru þetta vondar sendingar. Í hverri viku berast fréttir af nýjum ódæðisverkum Nató-sveita í styrjöldinni í Afganistan - stríði sem stuðningsmenn innrásarinnar töldu að myndi ljúka með glæstum sigri á fáeinum vikum haustið 2001. Nú, tæpum átta árum síðar, virðist líklegra að hernaður Nató-ríkja muni halda áfram næstu áratugina í þessu stríðshrjáða landi. Réttlætingin fyrir stríðsrekstrinum verður stöðugt óljósari og meginmarkmiðið virðist vera að viðhalda völdum veikrar leppstjórnar sem styðst við alræmda stríðsglæpa- og ofstopamenn. Nató er bandalag nokkurra af ríkustu herveldum heims, sem jafnframt ráða yfir stærstum hluta vopnaiðnaðarins. Einn megintilgangur þess er tryggja fjárstreymi til vígvæðingar og að gæta þess að aðildarríkin dragi ekki saman hernaðarútgjöld, þótt skóinn kreppi annars staðar. Þess vegna er það engin tilviljun að aðildin að Nató sé nú dregin fram sem rök gegn því að leggja niður þá óþörfu peningahít sem Varnarmálastofnun er og hætta verkefnum hennar með öllu. Samtök hernaðarandstæðinga minna sömuleiðis á feril Rasmussens aðalritara sem forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hann var í fararbroddi þeirra þjóðarleiðtoga sem studdu innrásarstríð Bandaríkjamanna og Breta í Írak og valdið hefur ólýsanlegum hörmungum. Menn með slíkan brotaferil eru ekki aufúsugestir á Íslandi og mun nær að slíkum náungum sé snúið við í Leifsstöð en þeim dönsku vélhjólaknöpum sem löggæslan hefur verið að elta ólar við síðustu misserin. Ekki er langt síðan utanríkisráðherra Íslands frábað sér heimsókn ísraelsks ráðherra, vegna stuðnings hins síðarnefnda við loftárásir á byggðir Palestínumanna. Vandséð er hvað réttlætir nú fundi íslenskra ráðamanna með aðalritaranum vígfúsa.

Færslur

SHA_forsida_top

Leynd og lausir endar

Leynd og lausir endar

Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður skrifar á heimasíðu sinni 2. október: Herinn er farinn. 55 ára …

SHA_forsida_top

Umræður á Alþingi um varnarmál

Umræður á Alþingi um varnarmál

Miðvikudaginn 4. október flutti forsætisráðherra munnlega skýrslu á Alþingi um varnarmál sem síðan var til …

SHA_forsida_top

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, haldinn 28. september 2006, fagnar því að bandaríska …

SHA_forsida_top

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Þjóðarhreyfingin hélt fund 1. október síðastliðinn til að fagna brottför hersins. Á fundinum voru ræðumenn …

SHA_forsida_top

Plógjárn úr sverðum...

Plógjárn úr sverðum...

Um framtíð Keflavíkurflugvallar Þessi grein séra Halldórs Reynissonar birtist í Morgunblaðinu 3. október og …

SHA_forsida_top

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja í Friðarhúsi óformlegt erindi um …

SHA_forsida_top

Undirlægjuhættinum linni

Undirlægjuhættinum linni

Erindi flutt á fundi herstöðvaandstæðinga á Ísafirði, sem haldinn var til að fagna brottför bandaríska …

SHA_forsida_top

Suðurnesjaferð SHA

Suðurnesjaferð SHA

SHA skipuleggja rútuferð að herstöðvarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli undir leiðsögn - og fagna brottför hersins.

SHA_forsida_top

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Í dag, sunnudaginn 1. október, fór hópur herstöðvaandstæðinga um Suðurnes til að sannreyna að bandaríski …

SHA_forsida_top

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Allir velkomnir. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Amal Tamimi segir frá daglegu lífi á …

SHA_forsida_top

Kræsingar í Friðarhúsi

Kræsingar í Friðarhúsi

Hinar mánaðrlegu fjáröflunarmáltíðir Friðarhúss hefjast á ný eftir sumarið fös. 29. september. Borðhald hefst …

SHA_forsida_top

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi sl. laugardag: Aðalfundur Kjördæmisráðs …