BREYTA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf hefur lent í mörgum stóráföllum á undanförnum mánuðum, jarðfræðingar fylgjast með kvikusöfnun í mörgum af helstu eldstöðvum landsins og nú síðast hefur verið tilkynnt að von sé á aðalritara Nató, Anders Fogh Rasmussen til landsins í vikunni. Allt eru þetta vondar sendingar. Í hverri viku berast fréttir af nýjum ódæðisverkum Nató-sveita í styrjöldinni í Afganistan - stríði sem stuðningsmenn innrásarinnar töldu að myndi ljúka með glæstum sigri á fáeinum vikum haustið 2001. Nú, tæpum átta árum síðar, virðist líklegra að hernaður Nató-ríkja muni halda áfram næstu áratugina í þessu stríðshrjáða landi. Réttlætingin fyrir stríðsrekstrinum verður stöðugt óljósari og meginmarkmiðið virðist vera að viðhalda völdum veikrar leppstjórnar sem styðst við alræmda stríðsglæpa- og ofstopamenn. Nató er bandalag nokkurra af ríkustu herveldum heims, sem jafnframt ráða yfir stærstum hluta vopnaiðnaðarins. Einn megintilgangur þess er tryggja fjárstreymi til vígvæðingar og að gæta þess að aðildarríkin dragi ekki saman hernaðarútgjöld, þótt skóinn kreppi annars staðar. Þess vegna er það engin tilviljun að aðildin að Nató sé nú dregin fram sem rök gegn því að leggja niður þá óþörfu peningahít sem Varnarmálastofnun er og hætta verkefnum hennar með öllu. Samtök hernaðarandstæðinga minna sömuleiðis á feril Rasmussens aðalritara sem forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hann var í fararbroddi þeirra þjóðarleiðtoga sem studdu innrásarstríð Bandaríkjamanna og Breta í Írak og valdið hefur ólýsanlegum hörmungum. Menn með slíkan brotaferil eru ekki aufúsugestir á Íslandi og mun nær að slíkum náungum sé snúið við í Leifsstöð en þeim dönsku vélhjólaknöpum sem löggæslan hefur verið að elta ólar við síðustu misserin. Ekki er langt síðan utanríkisráðherra Íslands frábað sér heimsókn ísraelsks ráðherra, vegna stuðnings hins síðarnefnda við loftárásir á byggðir Palestínumanna. Vandséð er hvað réttlætir nú fundi íslenskra ráðamanna með aðalritaranum vígfúsa.

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …