BREYTA

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann guantanamostop Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk samstaða hefði komið fram á Alþingi um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamó. Álfheiður Ingadóttir alþingismaður sagði frá umræðunum í eftirfarandi grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. janúar: Hinn 11. janúar sl. voru liðin sex ár frá því flogið var með fyrstu fanga Bandaríkjahers í hinar illræmdu fangabúðir við Guantanamó-flóa á Kúbu. Á þeim tímamótum var 277 mönnum enn haldið þar föngnum utan dóms og laga en þeir voru hátt í 700 talsins þegar mest var og sá yngsti 13 ára. Það bar til tíðinda á Alþingi viku síðar, fimmtudaginn 17. janúar, að þingmenn úr öllum flokkum fordæmdu mannréttindabrot Bandaríkjamanna í Guantanamó og hvöttu eindregið til þess að fangabúðunum yrði lokað. Tilefnið var þingsályktunartillaga Vinstri grænna sem nú er flutt öðru sinni. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi fordæmir ólöglega og ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu og felur ríkisstjórninni að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að þeim verði lokað.“ Það er brýnt að Alþingi og ríkisstjórn fordæmi mannréttindabrotin í Guantanamó og beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að fangabúðunum verði lokað. Það var þess vegna ánægjulegt og mikilvægt málefnisins vegna að finna stuðninginn við þessi sjónarmið í þinginu. Þar sem fregnir af umræðunni rötuðu ekki í fjölmiðla vil ég fara nokkrum orðum um hana hér. Auk undirritaðs framsögumanns tóku til máls þingmennirnir Pétur Blöndal, Ögmundur Jónasson, Jón Magnússon, Bjarni Harðarson, Árni Páll Árnason, Karl V. Matthíasson og Dýrleif Skjóldal. Pétur Blöndal kvað sterkt að orði og sagði Bandaríkin hafa brugðist sem brjóstvörn fyrir baráttu fyrir mannréttindum í heiminum. Gunnfáni þeirra í baráttu fyrir mannréttindum væri troðinn í svaðið. Jón Magnússon og Árni Páll Árnason tóku í sama streng og harmaði Árni Páll að Bandaríkin skyldu hafa komið sér í þær ógöngur sem raun ber vitni með starfrækslu Guantanamó-búðanna og misbeitingu valds þar. Jón Magnússon sagði dapurlegt að í Bandaríkjunum væri við völd stjórn sem leyfir sér að þverbrjóta þær reglur sem alþjóðasamfélagið hefur sett, reglur sem gilda í bandarísku samfélagi og reglur sem hver einasti siðaður maður hlýtur að vilja halda í heiðri. Ögmundur Jónasson sagði fyrri ríkisstjórn hafa mótmælt fangabúðunum með svo linkulegum hætti að það hefði nánast verið í kyrrþey eftir að samtök launafólks, Amnesty International og ungliðahreyfingar nokkurra stjórnmálaflokka höfðu barið lengi á dyrnar. Íslensk stjórnvöld og íslenskir ráðherrar hefðu hins vegar ítrekað gengið á fund starfsbræðra sinna og systra vestra án þess að hreyfa við málinu. Bjarni Harðarson taldi pyntingarnar í Guantanamó einsdæmi í fangelsum í svokölluðum vestrænum ríkjum. Tengsl Íslendinga við stríðsreksturinn í Mið-Austurlöndum kölluðu einnig á að þingið beitti sér í þessu máli. Karl V. Matthíasson taldi fulla ástæðu fyrir smáþjóð eins og Íslendinga að leggja slíkar ályktanir fyrir alþjóðasamfélagið. Á þessari stundu væru í Guantanamó drengir sem einmitt væru að vona að einhverjir tækju þeirra málstað þó á litlu þjóðþingi væri. Dýrleif Skjóldal fagnaði umræðunum og sagði samstöðu þingmanna í þessu máli auka á virðingu Alþingis. Ég ætla ekki að rekja efni framsöguræðu minnar hér en tillöguna ásamt greinargerð er að finna á vef Alþingis (þingskjal nr. 107). Góðar undirtektir þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi er vísbending um að tillögunni verði vel tekið í utanríkismálanefnd og að hún verði samþykkt á Alþingi fyrir vorið.

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …