BREYTA

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann guantanamostop Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk samstaða hefði komið fram á Alþingi um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamó. Álfheiður Ingadóttir alþingismaður sagði frá umræðunum í eftirfarandi grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. janúar: Hinn 11. janúar sl. voru liðin sex ár frá því flogið var með fyrstu fanga Bandaríkjahers í hinar illræmdu fangabúðir við Guantanamó-flóa á Kúbu. Á þeim tímamótum var 277 mönnum enn haldið þar föngnum utan dóms og laga en þeir voru hátt í 700 talsins þegar mest var og sá yngsti 13 ára. Það bar til tíðinda á Alþingi viku síðar, fimmtudaginn 17. janúar, að þingmenn úr öllum flokkum fordæmdu mannréttindabrot Bandaríkjamanna í Guantanamó og hvöttu eindregið til þess að fangabúðunum yrði lokað. Tilefnið var þingsályktunartillaga Vinstri grænna sem nú er flutt öðru sinni. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi fordæmir ólöglega og ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu og felur ríkisstjórninni að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að þeim verði lokað.“ Það er brýnt að Alþingi og ríkisstjórn fordæmi mannréttindabrotin í Guantanamó og beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að fangabúðunum verði lokað. Það var þess vegna ánægjulegt og mikilvægt málefnisins vegna að finna stuðninginn við þessi sjónarmið í þinginu. Þar sem fregnir af umræðunni rötuðu ekki í fjölmiðla vil ég fara nokkrum orðum um hana hér. Auk undirritaðs framsögumanns tóku til máls þingmennirnir Pétur Blöndal, Ögmundur Jónasson, Jón Magnússon, Bjarni Harðarson, Árni Páll Árnason, Karl V. Matthíasson og Dýrleif Skjóldal. Pétur Blöndal kvað sterkt að orði og sagði Bandaríkin hafa brugðist sem brjóstvörn fyrir baráttu fyrir mannréttindum í heiminum. Gunnfáni þeirra í baráttu fyrir mannréttindum væri troðinn í svaðið. Jón Magnússon og Árni Páll Árnason tóku í sama streng og harmaði Árni Páll að Bandaríkin skyldu hafa komið sér í þær ógöngur sem raun ber vitni með starfrækslu Guantanamó-búðanna og misbeitingu valds þar. Jón Magnússon sagði dapurlegt að í Bandaríkjunum væri við völd stjórn sem leyfir sér að þverbrjóta þær reglur sem alþjóðasamfélagið hefur sett, reglur sem gilda í bandarísku samfélagi og reglur sem hver einasti siðaður maður hlýtur að vilja halda í heiðri. Ögmundur Jónasson sagði fyrri ríkisstjórn hafa mótmælt fangabúðunum með svo linkulegum hætti að það hefði nánast verið í kyrrþey eftir að samtök launafólks, Amnesty International og ungliðahreyfingar nokkurra stjórnmálaflokka höfðu barið lengi á dyrnar. Íslensk stjórnvöld og íslenskir ráðherrar hefðu hins vegar ítrekað gengið á fund starfsbræðra sinna og systra vestra án þess að hreyfa við málinu. Bjarni Harðarson taldi pyntingarnar í Guantanamó einsdæmi í fangelsum í svokölluðum vestrænum ríkjum. Tengsl Íslendinga við stríðsreksturinn í Mið-Austurlöndum kölluðu einnig á að þingið beitti sér í þessu máli. Karl V. Matthíasson taldi fulla ástæðu fyrir smáþjóð eins og Íslendinga að leggja slíkar ályktanir fyrir alþjóðasamfélagið. Á þessari stundu væru í Guantanamó drengir sem einmitt væru að vona að einhverjir tækju þeirra málstað þó á litlu þjóðþingi væri. Dýrleif Skjóldal fagnaði umræðunum og sagði samstöðu þingmanna í þessu máli auka á virðingu Alþingis. Ég ætla ekki að rekja efni framsöguræðu minnar hér en tillöguna ásamt greinargerð er að finna á vef Alþingis (þingskjal nr. 107). Góðar undirtektir þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi er vísbending um að tillögunni verði vel tekið í utanríkismálanefnd og að hún verði samþykkt á Alþingi fyrir vorið.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …