BREYTA

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann guantanamostop Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk samstaða hefði komið fram á Alþingi um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamó. Álfheiður Ingadóttir alþingismaður sagði frá umræðunum í eftirfarandi grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. janúar: Hinn 11. janúar sl. voru liðin sex ár frá því flogið var með fyrstu fanga Bandaríkjahers í hinar illræmdu fangabúðir við Guantanamó-flóa á Kúbu. Á þeim tímamótum var 277 mönnum enn haldið þar föngnum utan dóms og laga en þeir voru hátt í 700 talsins þegar mest var og sá yngsti 13 ára. Það bar til tíðinda á Alþingi viku síðar, fimmtudaginn 17. janúar, að þingmenn úr öllum flokkum fordæmdu mannréttindabrot Bandaríkjamanna í Guantanamó og hvöttu eindregið til þess að fangabúðunum yrði lokað. Tilefnið var þingsályktunartillaga Vinstri grænna sem nú er flutt öðru sinni. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi fordæmir ólöglega og ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu og felur ríkisstjórninni að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að þeim verði lokað.“ Það er brýnt að Alþingi og ríkisstjórn fordæmi mannréttindabrotin í Guantanamó og beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að fangabúðunum verði lokað. Það var þess vegna ánægjulegt og mikilvægt málefnisins vegna að finna stuðninginn við þessi sjónarmið í þinginu. Þar sem fregnir af umræðunni rötuðu ekki í fjölmiðla vil ég fara nokkrum orðum um hana hér. Auk undirritaðs framsögumanns tóku til máls þingmennirnir Pétur Blöndal, Ögmundur Jónasson, Jón Magnússon, Bjarni Harðarson, Árni Páll Árnason, Karl V. Matthíasson og Dýrleif Skjóldal. Pétur Blöndal kvað sterkt að orði og sagði Bandaríkin hafa brugðist sem brjóstvörn fyrir baráttu fyrir mannréttindum í heiminum. Gunnfáni þeirra í baráttu fyrir mannréttindum væri troðinn í svaðið. Jón Magnússon og Árni Páll Árnason tóku í sama streng og harmaði Árni Páll að Bandaríkin skyldu hafa komið sér í þær ógöngur sem raun ber vitni með starfrækslu Guantanamó-búðanna og misbeitingu valds þar. Jón Magnússon sagði dapurlegt að í Bandaríkjunum væri við völd stjórn sem leyfir sér að þverbrjóta þær reglur sem alþjóðasamfélagið hefur sett, reglur sem gilda í bandarísku samfélagi og reglur sem hver einasti siðaður maður hlýtur að vilja halda í heiðri. Ögmundur Jónasson sagði fyrri ríkisstjórn hafa mótmælt fangabúðunum með svo linkulegum hætti að það hefði nánast verið í kyrrþey eftir að samtök launafólks, Amnesty International og ungliðahreyfingar nokkurra stjórnmálaflokka höfðu barið lengi á dyrnar. Íslensk stjórnvöld og íslenskir ráðherrar hefðu hins vegar ítrekað gengið á fund starfsbræðra sinna og systra vestra án þess að hreyfa við málinu. Bjarni Harðarson taldi pyntingarnar í Guantanamó einsdæmi í fangelsum í svokölluðum vestrænum ríkjum. Tengsl Íslendinga við stríðsreksturinn í Mið-Austurlöndum kölluðu einnig á að þingið beitti sér í þessu máli. Karl V. Matthíasson taldi fulla ástæðu fyrir smáþjóð eins og Íslendinga að leggja slíkar ályktanir fyrir alþjóðasamfélagið. Á þessari stundu væru í Guantanamó drengir sem einmitt væru að vona að einhverjir tækju þeirra málstað þó á litlu þjóðþingi væri. Dýrleif Skjóldal fagnaði umræðunum og sagði samstöðu þingmanna í þessu máli auka á virðingu Alþingis. Ég ætla ekki að rekja efni framsöguræðu minnar hér en tillöguna ásamt greinargerð er að finna á vef Alþingis (þingskjal nr. 107). Góðar undirtektir þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi er vísbending um að tillögunni verði vel tekið í utanríkismálanefnd og að hún verði samþykkt á Alþingi fyrir vorið.

Færslur

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Lasagne & grænmetisréttur

Lasagne & grænmetisréttur

Fjáröflunarmálsverður verður haldinn í Friðarhúsi föstudaginn 28. mars. Þorvaldur Þorvaldsson eldar lasagne og Harpa Stefánsdóttir …

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

28. febrúar síðastliðinn var lagt fyrir Alþingi Frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið mánudaginn 17. mars kl. 5

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið mánudaginn 17. mars kl. 5

Mótmælastaða verður við kínverska sendiráðið Víðimel 29 klukkan 5 í dag, 17. mars, til stuðnings …

SHA_forsida_top

Stríðinu verður að linna - útifundur á Ingólfstorgi 15. mars

Stríðinu verður að linna - útifundur á Ingólfstorgi 15. mars

Nokkur hundruð manns komu saman á Ingólfstorgi í dag, 15. mars í tilefni af alþjóðlegum …

SHA_forsida_top

15. mars – stíðinu verður að linna

15. mars – stíðinu verður að linna

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Sjá nánar Tillögur …

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Dagskrá Ávörp: Hjalti Hugason prófessor …

SHA_forsida_top

Munið 15. mars!

Munið 15. mars!

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13. Mótmælum stríðinu í Írak! Mótmælum hernaðarhyggju og heimsvaldastefnu! Stuðlum að …

SHA_forsida_top

Friðargæsluliðar til Afganistan - röng ákvörðun segir Morgunblaðið

Friðargæsluliðar til Afganistan - röng ákvörðun segir Morgunblaðið

Ákveðið hefur verið að senda fjóra friðargæsluliða frá Íslandi til Afganistan á næstunni til viðbótar …

SHA_forsida_top

8. mars kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

8. mars kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn …

SHA_forsida_top

Stöðvum fjöldamorðin á Gaza - útifundur á Lækjartorgi miðvikudaginn 5. mars kl. 12:15

Stöðvum fjöldamorðin á Gaza - útifundur á Lækjartorgi miðvikudaginn 5. mars kl. 12:15

Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Utanríkismálanefnd Alþingis sendi í síðasta mánuði Samtökum hernaðarandstæðinga til umsagnar frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga. Samtökin …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Ísland-Palestína

Stjórnarfundur Ísland-Palestína

Stjórn Íslands-Palestínu fundar í Friðarhúsi.