BREYTA

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar og uppbyggingu annarrar atvinnustarfsemi samhliða brottför hersins. Þessi tillaga var reyndar flutt á síðasta þingi en varð ekki útrædd. Tillögunni hefur nú verið vísað til utanríkismálanefndar áður en hún verður tekin til annarrar umræðu. Tillagan er svohljóðandi:
    Alþingi ályktar að kjósa nefnd skipaða fulltrúum allra þingflokka auk formanns sem utanríkisráðherra skipar án tilnefningar til að hafa yfirumsjón með og vera stjórnvöldum til ráðuneytis í viðræðum við bandarísk stjórnvöld um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar samhliða brottför hersins. Nefndin kanni einnig rækilega möguleika á að auka hvers kyns borgaralega atvinnustarfsemi í tengslum við flugvöllinn og geri tillögur um aðgerðir í því skyni. Nefndin leiti eftir hugmyndum og þátttöku heimamanna á Suðurnesjum í starfi sínu og eigi við þá náið samstarf. Nefndin skili ráðherra skýrslu sem lögð verði fyrir Alþingi eigi síðar en 1. mars 2006 (svo!).
Í greinargerð gera flutningsmenn nánari grein fyrir hugmyndum sínum. Tillöguna með greinargerð og fylgiskjölum er hægt að nálgast hér, en umræður má nálgast hér .

Færslur

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA_forsida_top

Opið hús á Menningarnótt

Opið hús á Menningarnótt

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Nagasaki

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Hiroshima

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

Vinstri stjórnin og NATO

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

SHA_forsida_top

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

SHA_forsida_top

Mótmæli sem hitta í mark

Mótmæli sem hitta í mark

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

SHA_forsida_top

Herinn, skólarnir og siðleysið

Herinn, skólarnir og siðleysið

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

SHA_forsida_top

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

SHA_forsida_top

Norski herinn og karlablöðin

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

SHA_forsida_top

Stríðsfréttir

Stríðsfréttir

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …