BREYTA

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. Þeir eru auðvitað ekki kallaðir hermenn í blaðinu heldur starfsmenn Íslensku friðargæslunnar. Það breytir því ekki að þeir eru hluti af svokölluðum ISAF-sveitum NATO og NATO stendur í stríði í Afganistan, hvaða nafn sem það stríð hefur opinberlega. Hin svokallaða friðargæsla NATO felst í því að NATO kom inn í Afganistan í kjölfar innrásar Bandaríkjanna og hefur í raun tekið að sér hlutverk hernámsliðs. Ferill NATO í Afganistan hefur orðið æ blóðugri að undanförnu. Frétt Morgunblaðsins: Þrettán Íslendingar við störf í Afganistan Þrettán Íslendingar eru nú að störfum á vegum Íslensku friðargæslunnar í Afganistan. „Við erum með þrjá starfsmenn í höfuðstöðvunum í Kabúl sem sinna ráðgjafar- og skrifstofustörfum á skrifstofu borgaralegra fulltrúa NATO, síðan erum við með átta starfsmenn á alþjóðaflugvellinum í Kabúl sem sinna eftirliti með vélum og tækjum og loks erum við með tvo þróunarfulltrúa í Chagcharan, höfuðborg Ghor-héraðs, þar sem við vorum áður með jeppateymi. Þróunarfulltrúarnir sinna uppbyggingar- og þróunarverkefnum á svæðinu, m.a. sjá þeir um uppbyggingu vatnsaflsvirkjana," segir Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar hjá utanríkisráðuneytinu. Aðspurð hvort ástæða sé til þess að óttast um öryggi starfsmanna Íslensku friðargæslunnar í Afganistan vegna frétta af óeirðum í landinu að undanförnu svarar Anna neitandi. Grannt fylgst með öryggisástandinu í landinu „Það hefur ekkert breyst varðandi öryggisástandið eða öryggismat á þessum stöðum þó það hafi verið átök í öðrum hlutum landsins," segir Anna og tekur fram að ávallt sé fylgst grannt með öryggisástandinu á hverjum tíma. Segir hún að fyrst og fremst sé barist í suðurhluta landsins þó ávallt sé eitthvað um sprengjuárásir í Kabúl. „En okkar fólk starfar eingöngu innan höfuðstöðva NATO í Kabúl og þar er öryggisástandið metið daglega af þeim sem sjá um öryggisgæslu á svæðinu og þar hefur ekki orðið nein breyting." ----------- Nýlegt dæmi um glæpi NATO-liðsins í Afganistan: RÚV 2. júlí 2007 Afganistan: NATO felldi 45 borgara Rannsóknarmenn stjórnarinnar í Afganistan komust í gær að því að 45 óbreyttir borgarar hefðu látið lífið í loftárás bandarískra herflugvéla á þorp í Helmand-héraði á föstudagskvöld. 107 létu lífið, þar af voru 62 skæruliðar talibana. Skæruliðarnir flúðu inn í þorpið eftir misheppnaða árás á bílalest NATÓ-liðsins og afganska hersins í héraðinu. NATÓ-hermenn börðust lengi við skæruliðana í þorpinu en báðu svo um aðstoð herflugvéla. Karzai, forseti Afganistan, gagnrýndi um síðust helgi erlenda herliðið í Afganistan fyrir að ráðast á saklausa borgara. ----------- NATO í Afganistan og hergagnaiðnaðurinn: Franskur hershöfðinginn Kohn, sem er í forystuliði ISAF, sagði í viðtali við franska blaðið Le Figaro 22 júní sl. að "bandalagsþjóðir prufukeyri í Afganistan stríð morgundagsins, og það er mikilvægt að við verðum ekki eftirbátar." ("C'est la guerre de demain qu'expérimentent les alliés ici tous les jours, et il est important de ne pas être déclassés"). Sama er að segja um árásarþotuna Rafale (sjá: http://antislashe.free.fr/). Í mars sl. var vélinni hrósað mjög í fréttatilkynningum flughersins eftir að vélin skaut tvær "viturlegar" leysissprengjur að stöðvum Talíbana í Afganistan. Þessi aðgerð "markar tímamót þar sem þetta er í fyrsta skipti sem Rafale beitir vopnum á átakasvæði." Þess ber að geta að Rafale hefur hingað til ekki verið mjög vinsæl söluvara, gagnstætt Mirage. Nú loksins geta sölumenn Dassault, sem framleiðir Rafale, sannað ágæti vörunnar. Hver sagði að stríð og manndráp borguðu sig ekki? Byggt á grein eftir Dominique Bari í L'Humanité, 29. júní 2007 (Elías Davíðsson tók saman) ----------- Um verkefnið í Afganistan á vef utanríksiráðuneytisins: Afganistan Ísland tekur þátt í starfi ISAF (International Security Assistance Force) í Afganistan, en það er samstarf um 36 þjóða um að tryggja öryggi, sinna friðargæslu og uppbyggingarstarfi í Afganistan. Íslendingar hafa starfað á Kabúlflugvelli frá 2004 og stýrðu starfsemi flugvallarins frá 1. júní 2004-1. febrúar 2005. Nú starfa sjö friðargæsluliðar við rekstur flugvallarins og stjórnun verkþátta fyrir bækistöð ISAF við flugvöllinn. Jafnframt eru tveir friðargæsluliðar starfandi í höfuðstöðvum í Kabúl, innan skrifstofu fjölmiðlafulltrúa og á skrifstofu sérlegs fulltrúa framkvæmdastjóra NATO. Ennfremur tekur Ísland þátt í endurreisnar- og uppbyggingarsveit sem staðsett er í Chagcharan, í Gwohr héraði í vesturhluta Afganistan, en 25 slíkar sveitir eru starfandi í nær öllum héruðum landsins. Fram í apríl 2007 verða starfandi eftirlits- og upplýsingateymi í Chagcharan ásamt þróunarfulltrúa sem hefur verið starfandi þar frá ársbyrjun 2006. ----------- International Security Assistance Force (ISAF) NATO in Afghanistan Sjá einnig: Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann. Friðarvefurinn 21. mars 2007.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …