BREYTA

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. Þeir eru auðvitað ekki kallaðir hermenn í blaðinu heldur starfsmenn Íslensku friðargæslunnar. Það breytir því ekki að þeir eru hluti af svokölluðum ISAF-sveitum NATO og NATO stendur í stríði í Afganistan, hvaða nafn sem það stríð hefur opinberlega. Hin svokallaða friðargæsla NATO felst í því að NATO kom inn í Afganistan í kjölfar innrásar Bandaríkjanna og hefur í raun tekið að sér hlutverk hernámsliðs. Ferill NATO í Afganistan hefur orðið æ blóðugri að undanförnu. Frétt Morgunblaðsins: Þrettán Íslendingar við störf í Afganistan Þrettán Íslendingar eru nú að störfum á vegum Íslensku friðargæslunnar í Afganistan. „Við erum með þrjá starfsmenn í höfuðstöðvunum í Kabúl sem sinna ráðgjafar- og skrifstofustörfum á skrifstofu borgaralegra fulltrúa NATO, síðan erum við með átta starfsmenn á alþjóðaflugvellinum í Kabúl sem sinna eftirliti með vélum og tækjum og loks erum við með tvo þróunarfulltrúa í Chagcharan, höfuðborg Ghor-héraðs, þar sem við vorum áður með jeppateymi. Þróunarfulltrúarnir sinna uppbyggingar- og þróunarverkefnum á svæðinu, m.a. sjá þeir um uppbyggingu vatnsaflsvirkjana," segir Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar hjá utanríkisráðuneytinu. Aðspurð hvort ástæða sé til þess að óttast um öryggi starfsmanna Íslensku friðargæslunnar í Afganistan vegna frétta af óeirðum í landinu að undanförnu svarar Anna neitandi. Grannt fylgst með öryggisástandinu í landinu „Það hefur ekkert breyst varðandi öryggisástandið eða öryggismat á þessum stöðum þó það hafi verið átök í öðrum hlutum landsins," segir Anna og tekur fram að ávallt sé fylgst grannt með öryggisástandinu á hverjum tíma. Segir hún að fyrst og fremst sé barist í suðurhluta landsins þó ávallt sé eitthvað um sprengjuárásir í Kabúl. „En okkar fólk starfar eingöngu innan höfuðstöðva NATO í Kabúl og þar er öryggisástandið metið daglega af þeim sem sjá um öryggisgæslu á svæðinu og þar hefur ekki orðið nein breyting." ----------- Nýlegt dæmi um glæpi NATO-liðsins í Afganistan: RÚV 2. júlí 2007 Afganistan: NATO felldi 45 borgara Rannsóknarmenn stjórnarinnar í Afganistan komust í gær að því að 45 óbreyttir borgarar hefðu látið lífið í loftárás bandarískra herflugvéla á þorp í Helmand-héraði á föstudagskvöld. 107 létu lífið, þar af voru 62 skæruliðar talibana. Skæruliðarnir flúðu inn í þorpið eftir misheppnaða árás á bílalest NATÓ-liðsins og afganska hersins í héraðinu. NATÓ-hermenn börðust lengi við skæruliðana í þorpinu en báðu svo um aðstoð herflugvéla. Karzai, forseti Afganistan, gagnrýndi um síðust helgi erlenda herliðið í Afganistan fyrir að ráðast á saklausa borgara. ----------- NATO í Afganistan og hergagnaiðnaðurinn: Franskur hershöfðinginn Kohn, sem er í forystuliði ISAF, sagði í viðtali við franska blaðið Le Figaro 22 júní sl. að "bandalagsþjóðir prufukeyri í Afganistan stríð morgundagsins, og það er mikilvægt að við verðum ekki eftirbátar." ("C'est la guerre de demain qu'expérimentent les alliés ici tous les jours, et il est important de ne pas être déclassés"). Sama er að segja um árásarþotuna Rafale (sjá: http://antislashe.free.fr/). Í mars sl. var vélinni hrósað mjög í fréttatilkynningum flughersins eftir að vélin skaut tvær "viturlegar" leysissprengjur að stöðvum Talíbana í Afganistan. Þessi aðgerð "markar tímamót þar sem þetta er í fyrsta skipti sem Rafale beitir vopnum á átakasvæði." Þess ber að geta að Rafale hefur hingað til ekki verið mjög vinsæl söluvara, gagnstætt Mirage. Nú loksins geta sölumenn Dassault, sem framleiðir Rafale, sannað ágæti vörunnar. Hver sagði að stríð og manndráp borguðu sig ekki? Byggt á grein eftir Dominique Bari í L'Humanité, 29. júní 2007 (Elías Davíðsson tók saman) ----------- Um verkefnið í Afganistan á vef utanríksiráðuneytisins: Afganistan Ísland tekur þátt í starfi ISAF (International Security Assistance Force) í Afganistan, en það er samstarf um 36 þjóða um að tryggja öryggi, sinna friðargæslu og uppbyggingarstarfi í Afganistan. Íslendingar hafa starfað á Kabúlflugvelli frá 2004 og stýrðu starfsemi flugvallarins frá 1. júní 2004-1. febrúar 2005. Nú starfa sjö friðargæsluliðar við rekstur flugvallarins og stjórnun verkþátta fyrir bækistöð ISAF við flugvöllinn. Jafnframt eru tveir friðargæsluliðar starfandi í höfuðstöðvum í Kabúl, innan skrifstofu fjölmiðlafulltrúa og á skrifstofu sérlegs fulltrúa framkvæmdastjóra NATO. Ennfremur tekur Ísland þátt í endurreisnar- og uppbyggingarsveit sem staðsett er í Chagcharan, í Gwohr héraði í vesturhluta Afganistan, en 25 slíkar sveitir eru starfandi í nær öllum héruðum landsins. Fram í apríl 2007 verða starfandi eftirlits- og upplýsingateymi í Chagcharan ásamt þróunarfulltrúa sem hefur verið starfandi þar frá ársbyrjun 2006. ----------- International Security Assistance Force (ISAF) NATO in Afghanistan Sjá einnig: Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann. Friðarvefurinn 21. mars 2007.

Færslur

SHA_forsida_top

List, sannleikur og stjórnmál

List, sannleikur og stjórnmál

Ræða Harolds Pinters við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 í Tímariti Máls og menningar …

SHA_forsida_top

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Föstudaginn 24. febrúar verður Safnanótt haldin í miðborg Reykjavíkur í tengslum við Vetrarhátíð borgarinnar. Boðið …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Systa eldar …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Hafin er undirskriftasöfnun og barátta gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran. Í því skyni …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 18. febrúar í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

“Gekk ég yfir sjó og land…” - Frásagnir frá Bamako og Caracas

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

eftir Jan Øberg Jan Øberg, framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research …

SHA_forsida_top

Þingfulltrúar segja frá

Þingfulltrúar segja frá

Fundur með þremur Íslendingum sem sóttu heim alþjóðasamfélagsþingin í Malí og Venesúela fyrr á þessu …

SHA_forsida_top

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

Fyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako …

SHA_forsida_top

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK 2006

Aðalfundur MFÍK 2006

Frá MFÍK Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Opinn fundur miðnefndar SHA í Friðarhúsi um starfið framundan.

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

eftir Jan Øberg Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future …