BREYTA

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. Rawda og Mohamad Odeh frá Jerúsalem munu þar ræða um málefni sem eru ofarlega á baugi í Palestínu; * Jerúsalem * Málefni pólistískra fanga * Sáttaferlið milli Fatah og Hamas og fleira. Rawda og Mohamad hafa látið til sín taka í mannréttinar- og frelsisbaráttu Palestínu til margra ára. Þau hafa líka frá persónulegri reynslu að greina, sem nokkrir íslenskir gestir og sjálfboðaliðar sem notið hafa gestrisni þeirra í Palestínu hafa fengið að heyra af. Allir velkomnir!

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …