BREYTA

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. Maður átti eiginlega ekki von á því að bandaríska herliðið færi nokkurn tíma, en af því er nú loksins orðið, en. Já það eru ýmis en-in. Mér virtist svo sem kaninn hafa skilið sæmilega við á því svæði sem rúta herstöðvaandstæðinga fór um þennan sunnudag. Það var ekki mikið rusl fjúkandi ofanjarðar, satt að segja ólíkt þrifalegra en í hjarta Reykjavíkur. Hins vegar er óþverrinn neðanjarðar, á nikkelsvæðinu rétt fyrir ofan byggðina í Njarðvík og svo sunnan við íbúðabyggðina innan girðingarinnar, fast vestan við veginn suður í Hafnir, og veit víst enginn á hverju er von þar. Hins vegar verður það alfarið á ábyrgð og kostnað íslensku þjóðarinnar að hreinsa það upp. Engin ákvæði voru um slík “þrif” í upphaflega hernámssamningnum 1951. Um 1970 sömdu íslensk stjórnvöld um að gera ekki kröfur á Bandaríkjamenn vegna skaðabóta fyrir mengun eins og hefur komið fram í málarekstrinum vegna mengunar á Gunnólfsvíkurfjalli. Jón Baldvin Hannibalsson fríaði kanann svo endanlega í utanríkisráðherratíð sinni eitthvað 20 árum síðar. Það kom því aldrei alvarlega til greina nú að herinn tæki neitt til eftir sig. Manni verður hugsað til þess hvað eigi að gera við mannvirki á svæðinu. Mikið af húsnæðinu er um 50 ára gamalt, misvel byggt og lagnakerfið neðanjarðar mun illa farið. Nýrri húsin munu í þokkalegu ástandi, en ljóst að það kostar stórfé ef á að breyta þeim. Flugskýlin eru kannski einhvers virði, en þau eru hönnuð sem flugskýli en t.d. ekki fyrir einhvern iðnað eða skrifstofurekstur. Það er ljóst að möguleikarnir á Keflavíkurflugvelli felast ekki í þeim byggingum sem þar eru heldur fyrst og fremst í nálægðinni við flugvöllinn, þennan stóra og mikilvæga millilandaflugvöll. Sú starfsemi sem þar kann að þróast í framtíðinni mun taka mið af því, verða flugvallarsækin eins og nú er sagt. Það er hægt að láta sig dreyma um margs konar fjármálaþjónustu eða ferðamannaþjónustu eða matvælaiðnað, þannig að tilbúnir réttir kæmust samdægurs á disk matgæðinga með flugi, og þannig endalaust. Undir slíka starfsemi þarf ekki gömul flugskýli eða gamlar íbúðarblokkir, heldur fyrst og fremst land og lóðir í nágrenni við flugvöllinn. Ríkisstjórnin hefur boðað stofnun hlutafélags um rekstur flugvallarsvæðisins og mannvirkja á því. Að vísu er fyrirkomulagið ekki fullmótað, en allir vita að fyrst og fremst verður miðað við að tryggja aðild gæðinga framsóknar og íhalds með einhvers konar helmingaskiptum, eins og raunar hefur viðgengist alla tíð við hermangið. Hlutafélagið mun taka vallarsvæðið yfir með einum eða öðrum hætti og úthluta lóðum á því til þénanlegra aðila. Vísast á það eftir að ganga bærilega, og flokksgæðingarnir að hagnast vel, en þetta fyrirkomulag mun hamla djörfu og hugmyndaríku fólki frá því að nýta nálægðina við flugvöllinn. Eitt en-ið er við Grindavík. Þar er gríðarstórt landsvæði á valdi bandaríska hersins, þótt einungis Íslendingar vinni þar. Möstrin við Grindavík eru hluti af kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkjahers og mikilvæg til að kafbátar þeirra geti miðað flaugunum á skotmörk sín. Ekki er vitað hvað stendur í því skjali sem Valgerður og Geir eru nú að fara að undirrita vestra. Trúlega verður þar klausa um afnot af herstöðinni í Grindavík “um aldur og ævi” eða eitthvað álíka. Sá samningur er ólöglegur og verður skilyrðislaust að rifta honum við fyrsta tækifæri. Í samningnum er líka ákvæði um land fyrir heræfingar bandaríska hersins á íslensku landi. Ekki er mikil reisn yfir því. Kannski vonast menn eftir einhverjum aurum í hermangsbudduna, því eitthvað verða blessaðir hermennirnir að borða og kannski einhvers staðar að búa. Ef til vill skilja þeir líka eitthvað eftir sig af dóti fyrir nýju leyniþjónustuna að leika sér með. Það er því langt í frá að sigur hafi unnist við brottför hersins. Þetta er mikilsverður áfangi en baráttan verður að halda áfram. Enn erum við að hengja okkur aftan í skelfilegasta herveldi heimsins og leyfa því afnot af íslensku landi. Enn erum við bundin á klafa Nató, hernaðarsamsteypu sem gerist sífellt árásargjarnari og meir ögrandi undir forustu Bandaríkjanna. Það þarf að loka herstöðinni í Grindavík. Það þarf að friðlýsa landið allt gegn hvers konar umferð herskipa og hers. Ísland þarf að segja sig úr Nató og lýsa yfir ævarandi hlutleysi þjóðarinnar. Jón Torfason

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í úleigu

Friðarhús í úleigu

Friðarhús er í útleigu v. einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í …

SHA_forsida_top

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars, fimmtudagur. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína

Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu …

SHA_forsida_top

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Safnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Samkoma á baráttudegi kvenna 8. mars undirbúin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar Matseðill: Karrí kjúklingasúpa Pastasalat Hrísgrjónaréttur Nýbökuð brauð og hummus Unnur …

SHA_forsida_top

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK, haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur orðið við hvatningu Samtaka hernaðarandstæðinga og …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur í Friðarhúsi fyrir samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.