BREYTA

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í Afganistan. Landinn er að sjálfsögðu undir vopnum eins og komið hefur fram. En skyldu menn hafa hugsað út í afleiðingar þátttöku í stríði? Getur verið að Íslendingar hugsi sem svo, að við séum svo smá og svo notaleg og góð að það taki því ekki að hugsa illa til okkar? Ekki einu sinni af hálfu Afgana; fólks sem lítur á Nató sem innrásarher í land sitt. Hvað skyldi það nú annars þýða í alþjóðlegu samhengi að senda 13 hermenn inn í Afganistan? Bandaríkjamenn eru eitt þúsund sinnum fjölmennari en við. Ef við yfirfærðum okkar framlag í mannafla– drengina okkar 13 - yfir á bandarískar stærðargráður næmi herafli Íslands í Afganstan hvorki meira né minna en 13.000 soldátum! Stríðið í Afganistan er eitt viðbjóðslegasta stríð sem um getur og er af nógu að taka. Inn í þetta stríð erum við óumdeilanlega komin; stríð sem hvorki getur sigrast né tapast. Nýjustu fréttir herma að Talibanar, sem studdir voru hér á árum áður af bandamönnum ,,okkar”, séu um þessar mundir að murka lífið úr einum og einum gísl – þeir munu vera frá Kóreu að því er ég best veit. Og ástæðan? Nató-leppstjórnin í Afganistan getur ekki hugsað sér að sleppa nokkrum skæruliðum Talibana úr fangelsi í skiptum fyrir gíslana. Heldur skulu saklausir gíslar drepnir en að nokkrum föngum sé sleppt! Hervaldið má ekki sýna veikleika! Nú kemur spurningin: Hvað ef þetta væru Íslendingar? Hver yrði afstaða ríkisstjórnar Samfylkingar og Íhaldsins? Myndi hún láta drepa Íslendingana? Myndum við hverfa á brott frá Afagnistan með landana okkar 13 ef það yrði til þess að frelsa gísla í haldi Talibana? Þetta er raunveruleg spurning. Hvert yrði svarið? Þarf ekki ríki sem vill komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að geta svarað einfaldri spurningu eins og þessari? Væri ekki við hæfi að flokkur utanríkisráherrans, Samfylkingin, byrjaði á því að svara þessari spurningu? Hvers vegna spyr enginn fjölmiðill? Hvað finnst íslenskum utanríkisráðherra um nýjustu gíslatöku og kröfu um að Kóreumenn dragi sig frá Afganistan? Taka íslensk stjórnvöld afstöðu með Bush og Suður-Kóreustjórn eða með gíslunum? Hvar eru annars gömlu samherjarnir mínir sem kusu að fara í Samfylkinguna; þeir sem gengu með mér frá Keflavík, stóðu fyrir framan bandaríska sendiráðið og börðust fyrir friði? Hvaða fána halda þeir nú á lofti? Fána baráttu fyrir réttlæti – ekki trúi ég öðru en þeir vilji hafa þann fána í hönd. En er sá fáni nú uppi í okkar nafni í Írak og í Afganistan? Getur verið að nokkur maður trúi því að sá fáni hafi verið dreginn að húni þar sem innrásarherir Nató hafa farið um? Því trúir enginn maður – allra síst held ég að gamlir baráttufélagar mínir sem gengu til liðs við Samfylkinguna séu á þessari skoðun – alla vega ekki innst inni. Ég ætla að leyfa mér að hvetja allt baráttufólk hvar í flokki sem það stendur að taka höndum saman og andæfa glórulausri árásarstefnu Bnadaríkjanna og hernaðarbandalagsins Nató, sem Bush virðist hafa í bandi og leiða að eigin vild. Krafa okkar á að vera afdráttarlaus: Ísland úr Nató strax! Rúnar Sveinbjörnsson P.s. Ef Gömlu félagar mínir hafa gefist upp er það minnsta sem þeir geta gert, að gefa gömlu Keflavíkurskóna sína til Afganistan, þeir þurfa ekki að vera par, stakir duga, þökk sé Nató. RS

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …