BREYTA

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að Íslendingar voru innlimaðir í Nató í skjóli ofbeldis gegn friðsömum mótmælendum. Alla tíð síðan hefur aðildin verið smánarblettur á íslenskri utanríkisstefnu. Tilgangur Nató hefur frá upphafi verið að nýtast sem framlenging á hagsmunum stærstu aðildarríkja sinna og ljá stefnu Bandaríkjastjórnar lögmæti. Í seinni tíð hefur bandalagið gerst sífellt árásargjarnara utan sinna landamæra og hefur skilið eftir sig blóði drifna slóð á Balkanskaga, í Afganistan, Líbýu og víðar. Ísland ber beina ábyrgð á þessum styrjeldum í gegnum aðild sína að árásarbandalaginu. Yfirlýst stefna Nató um stóraukin hernaðarútgjöld þjónar hagsmunum vopnaframleiðenda, stóreykur mengun, elur á misskiptingu og kemur í veg fyrir að öðrum og brýnni verkefnum sé sinnt. Nató hefur áskilið sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og hefur beitt sér gegn öllum tilraunum til kjarnorkuafvopnunar. Eignarhald og geymsla á kjarnorkuvopnum, hvað þá hótanir um beitingu þeirra eru siðlausar með öllu. Stríðs- og kjarnorkustefna Nató er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Ísland á ekkert erindi í Nató. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess í tilefni af þessum tímamótum að þjóðin fái að greiða atkvæði um úrsögn úr bandalaginu.

Færslur

SHA_forsida_top

Nanna og Ingibjörg í Friðarhúsi

Nanna og Ingibjörg í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudag, 25. janúar. Nanna Rögnvaldardóttir stýrir eldamennskunni og …

SHA_forsida_top

Nýliðafundur SHA

Nýliðafundur SHA

Nýir og ungir félagar í SHA hittast og bera saman bækur sínar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kynningarfundur í MH

Kynningarfundur í MH

Fulltrúar SHA heimsækja Menntaskólann í Hamrahlíð.

SHA_forsida_top

Austur-evrópskt þema á málsverði

Austur-evrópskt þema á málsverði

Matseðillinn í Friðarhúsi n.k. föstudagskvöld verður með áustur-evrópsku sniði: * Ungversk gúllassúpa með paprikusnúðum og …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Nanna Rögnvaldardóttir sér um matseldina að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Einhugur um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamo

Einhugur um fordæmingu á fangabúðunum í Guantanamo

Almenn samstaða virtist vera á Alþingi í gær, 17. janúar, um þingsályktunartillögu um fordæmingu á …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög

Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög

Árið 2001 fóru Samtök herstöðvaandstæðinga þess á leit við sveitarstjórnir um allt land að þær …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

Á liðnum árum hafa Samtök hernaðarandstæðinga haft forgöngu um að fá sveitarstjórnir til að lýsa …

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.