BREYTA

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að Íslendingar voru innlimaðir í Nató í skjóli ofbeldis gegn friðsömum mótmælendum. Alla tíð síðan hefur aðildin verið smánarblettur á íslenskri utanríkisstefnu. Tilgangur Nató hefur frá upphafi verið að nýtast sem framlenging á hagsmunum stærstu aðildarríkja sinna og ljá stefnu Bandaríkjastjórnar lögmæti. Í seinni tíð hefur bandalagið gerst sífellt árásargjarnara utan sinna landamæra og hefur skilið eftir sig blóði drifna slóð á Balkanskaga, í Afganistan, Líbýu og víðar. Ísland ber beina ábyrgð á þessum styrjeldum í gegnum aðild sína að árásarbandalaginu. Yfirlýst stefna Nató um stóraukin hernaðarútgjöld þjónar hagsmunum vopnaframleiðenda, stóreykur mengun, elur á misskiptingu og kemur í veg fyrir að öðrum og brýnni verkefnum sé sinnt. Nató hefur áskilið sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og hefur beitt sér gegn öllum tilraunum til kjarnorkuafvopnunar. Eignarhald og geymsla á kjarnorkuvopnum, hvað þá hótanir um beitingu þeirra eru siðlausar með öllu. Stríðs- og kjarnorkustefna Nató er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Ísland á ekkert erindi í Nató. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess í tilefni af þessum tímamótum að þjóðin fái að greiða atkvæði um úrsögn úr bandalaginu.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA. Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt …

SHA_forsida_top

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum Fyrirlestrar í samvinnu við …

SHA_forsida_top

Þingmenn deila um varnarmál

Þingmenn deila um varnarmál

Eftirfarandi grein Árna Páls Árnasonar þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis birtist í Morgunblaðinu 23. …

SHA_forsida_top

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan …

SHA_forsida_top

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann Birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst … börnum og …

SHA_forsida_top

Nató-fenið í Afganistan

Nató-fenið í Afganistan

eftir Steingrím J. Sigfússon Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Nató-leiðangurinn í Afganistan, …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning á vegum SHA og Slagsíðunnar.

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar …

SHA_forsida_top

Útrýmum kjarnavopnum

Útrýmum kjarnavopnum

eftir Katrínu Jakobsdóttur Birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2007 Í kvöld verður þess …

SHA_forsida_top

Hvenær hætta þeir að drepa?

Hvenær hætta þeir að drepa?

Eftirfarandi grein Guðmundar R. Jóhannssonar birtist á vefritinu ogmundur.is 19. ágúst 2007 Rússarnir eru komnir …

SHA_forsida_top

Vantar óvin

Vantar óvin

eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við …