BREYTA

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að Íslendingar voru innlimaðir í Nató í skjóli ofbeldis gegn friðsömum mótmælendum. Alla tíð síðan hefur aðildin verið smánarblettur á íslenskri utanríkisstefnu. Tilgangur Nató hefur frá upphafi verið að nýtast sem framlenging á hagsmunum stærstu aðildarríkja sinna og ljá stefnu Bandaríkjastjórnar lögmæti. Í seinni tíð hefur bandalagið gerst sífellt árásargjarnara utan sinna landamæra og hefur skilið eftir sig blóði drifna slóð á Balkanskaga, í Afganistan, Líbýu og víðar. Ísland ber beina ábyrgð á þessum styrjeldum í gegnum aðild sína að árásarbandalaginu. Yfirlýst stefna Nató um stóraukin hernaðarútgjöld þjónar hagsmunum vopnaframleiðenda, stóreykur mengun, elur á misskiptingu og kemur í veg fyrir að öðrum og brýnni verkefnum sé sinnt. Nató hefur áskilið sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og hefur beitt sér gegn öllum tilraunum til kjarnorkuafvopnunar. Eignarhald og geymsla á kjarnorkuvopnum, hvað þá hótanir um beitingu þeirra eru siðlausar með öllu. Stríðs- og kjarnorkustefna Nató er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Ísland á ekkert erindi í Nató. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess í tilefni af þessum tímamótum að þjóðin fái að greiða atkvæði um úrsögn úr bandalaginu.

Færslur

SHA_forsida_top

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið …

SHA_forsida_top

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Á vef Víkurfrétta, fimmtudaginn 11. janúar sl., mátti lesa frásögn af umræðum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar …

SHA_forsida_top

Leynist í þér rótari?

Leynist í þér rótari?

Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum komið sér upp góðu hljóðkerfi fyrir fundi af ýmsu …

SHA_forsida_top

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Fimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. 8. mars

Undirbúningsfundur f. 8. mars

MFÍK heldur undirbúningsfund í Friðarhúsi fyrir 8. mars.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Ástralía

HM, Ísland:Ástralía

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Ástralía …

SHA_forsida_top

Frá miðnefnd SHA

Frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga kom saman til fundar s.l. fimmtudag. Rétt er að minna á að …

SHA_forsida_top

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Samtök hernaðarandstæðinga eiga öflugt hljóðkerfi fyrir fundi og samkomur. Nú gefst félagsmönnum tækifæri til að …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til einkaaðila.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Eftirfarandi grein eftir Þórarinn Eyfjörð birtist í Morgunblaðinu 27. desember 2006. Hún er birt …

SHA_forsida_top

Friðarávarp frá Ísafirði

Friðarávarp frá Ísafirði

Við lok friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu flutti Eiríkur Örn Norðdahl skáld og blaðamaður ávarp: …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn í lok nóvember. Erla Hlynsdóttir, blaðakona á tímaritinu Ísafold, sat …

SHA_forsida_top

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Falasteen Abu Libdeh flutti ávarp á Lækjartorgi við lok friðargöngunnar á Þorláksmessu. Það birtist hér …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Fundur á vegum undirbúningshóps Indymedia.is